Tími og staðsetning

Hlaupið er ræst í Pósthússtrætinu sumardaginn fyrsta, 25. apríl kl. 12:00.
Skemmtiskokkið er ræst kl. 12:10 í Lækjargötunni fyrir framan MR.

Þátttakendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega á keppnisstað og hafa hugfast að það getur tekið tíma að leggja bílum í miðbæ borgarinnar.

Skráning

Skráning á vefnum er opin til 11:00 á hlaupdag.

Afsláttur af skráningargjaldi er veittur til og með 10. apríl og gildir almennt gjald frá 11. apríl. Þátttökugjaldið hækkar á hlaupdag. Forskráning fer jafnframt fram í Sportvörum 24. apríl á milli kl. 12:00 og 18:00

Unnt er að skrá sig á hlaupadag í Kolaportinu frá kl. 9:00-11:00 eða þar til 60 mínútum fyrir hlaup, keppendur eru vinsamlegast beðnir um að virða tímamörkin.

Afhending gagna

Forskráðir geta sótt gögnin sín í Sportvörur, Dalvegi 32a Kópavogi, 24. apríl á milli kl. 12:00 og 18:00.

Gögn verða afhent í Kolaportinu hlaupdag á milli kl. 9:00 og 11:00 eða þar til 60 mínútum fyrir hlaup.

Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að virða þau tímamörk. Við ábyrgjumst ekki að þeir sem mæta eftir kl. 11:00 fái afhent gögn fyrir ræsingu.

Drykkjarstöðvar

Boðið er upp á vatn og íþróttadrykk að hlaupi loknu.

Verðlaun og
verðlaunaafhending

Verðlaunaafhending fer fram við marksvæðið um skömmu eftir að fyrstu þrjár konur og þrír karlar eru komin í mark, áætlað um kl. 12:20.

Allir þátttakendur yngri en 15 ára í skemmtiskokki og Víðavangshlaupinu fá þátttökuverðlaun og ásamt glaðningi. Öðrum gefst kostur á að kaupa þátttökupening samhliða skráningu á 650 kr. Þátttökupeningar eru afhentir í marki.

  • Veitt eru verðlaun fyrir þrjá fyrstu í mark í karla- og kvennaflokki auk þess sem sigurvegarar í karla- og kvennaflokki hljóta meistaratign í 5 km götuhlaupi
  • Víðavangshlaup ÍR er jafnframt Meistaramót Íslands í 5 km götuhlaupi og því keppt um meistaratitla í karla og kvennaflokki.
  • Veitt eru verðlaun fyrir fyrsta karl og fyrstu konu í mark í öllum aldursflokkum og verða þau send til þátttakenda að loknu hlaupi.

Ekki eru veitt verðlaun fyrir sæti í 2,7 skemmtiskokki

Að hlaupi loknu geta keppendur kmið á Bæjarins Beztu Tryggvagötu og fengið pylsu gegn því að skila inn númerinu.

Salerni og
fatageymsla

Salernisaðstaða verða í Kolaportinu ásamt fatageymslu.

Aldursflokkar

Keppt er í 18 flokkum auk karla- og kvennaflokks:

  • 12 ára og yngri
  • 13-15 ára
  • 16-18 ára
  • 19-29 ára
  • 30-39 ára
  • 40-49 ára
  • 50-59 ára
  • 60-69 ára
  • 70 ára og eldri

Verð til 10. apríl

  • 2.7 Km, 15 ára og yngri 1.400 kr
  • 2.7 Km, 16 ára og eldri 2.100 kr
  • 5 Km, 15 ára og yngri 2.400 kr
  • 5 Km, 16 ára og eldri 3.200 kr

Verð frá 11.apríl

  • 2.7 Km, 15 ára og yngri 2.000 kr
  • 2.7 Km, 16 ára og eldri 2.900 kr
  • 5 Km, 15 ára og yngri 3.100 kr
  • 5 Km, 16 ára og eldri 4.400 kr

Verða á hlaupdag

  • 2.7 Km, 15 ára og yngri 2.200 kr
  • 2.7 Km, 16 ára og eldri 3.200 kr
  • 5 Km, 15 ára og yngri 3.600 kr
  • 5 Km, 16 ára og eldri 5.000 kr

Aðrar upplýsingar

Þar sem um götuhlaup er að ræða og umferð er mikil á hluta leiðarinnar eru þátttakendur beðnir að sýna varúð. Brautarvarsla verður við þau gatnamót þar sem umferð er þyngst. Mælst er til þess að öryggisástæðum að þátttakendur noti ekki iPod eða önnur álíka tæki í hlaupinu. Einnig er mælst til þess að þátttakendur hlaupi ekki með hlaupakerrur eða álíka (baby joggers).

Reglur

Í götuhlaupum á vegum Frjálsíþróttadeildar ÍR gilda reglur alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, World Athletics, um götuhlaup sem sjá má á vef Frjálsíþróttasambands Íslands og reglur FRÍ um framkvæmd götuhlaupa. Til viðbótar við þær reglur gilda einnig reglur frjálsíþróttadeildar ÍR um götuhlaup á vegum félagsins og eiga þátttakendur að kynna sér þær hér hér.

Tímataka og birting úrslita

Þátttakendur í 5 km Víðavangshlaupi ÍR fá tímatökuflögu með sínum skráningargögnum. Tímatökuflagan er í rásnúmerinu en það þarf að vera sýnilegt að framan, fyrir ofan mitti, allt hlaupið og þurfa hlauparar að gæta að því að setja ekki hendur eða annað sem þeir hafa á sér, svo sem töskur, fyrir númerið. Án flögu fæst enginn tími. Flögutími gefur nákvæman persónulegan árangur hlaupara, óháð hve aftarlega í hópnum hann var við ræsingu. Einnig er tekinn tími frá því að startskot ríður af, sem kallast byssutími en það er sá tími sem gildir í keppninni og úrslit eru ákvörðuð út frá honum eins og alþjóðlegar reglur um lögleg götuhlaup segja til um.

Tímatöku og brautarvörslu lýkur 60 mínútum eftir að hlaupið er ræst. Úrslit verða birt í rauntíma auk þess sem tímar verða sendir í sms-i til hlaupara. Úrslit fyrir verðlaunasæti eru staðfest við verðlaunaafhendingu en að öðru leyti telst birting úrslita á timataka.net sem lögleg birting á úrslitum.

Athugið

Samkvæmt reynslu síðustu ára koma alltaf upp einhverjar villur í stórum hlaupaviðburði á við Víðavangshlaupi ÍR sem þarf að lagfæra t.d. vegna þess að tímatökuflögur hafa ruglast milli fólks eða önnur mannleg mistök. Í langflestum tilvikum þá leysast slíkar villur og eru endanlega leiðrétt úrslit birt eigi síðar en sólarhring eftir hlaup. Ábendingar um villur eða ef tíma vantar skal senda á hlaupstjóra sem fyrst með upplýsingum um nafn, kennitölu, hlaupanúmer og áætlaðan tíma og við reynum að lagfæra úrslitin sem allra fyrst. Einnig er gott að fá upplýsingar um einhverja sem þú þekkir og komu á svipuðum tíma í markið.

Endanlega úrslit

Endanleg úrslit eru birt á timataka.net, sé munur á birtum úrlitum þá gildir timataka.net.