Víðavangshlaup ÍR

Hlauptu út í sumarið á sumardaginn fyrsta!

Víðavangshlaup ÍR

Á sumardaginn fyrsta fer Víðavangshlaup ÍR fram í 104. sinn ásamt 2,7 km skemmtiskokk. Hlaupin eru ræst kl. 12 í hjarta borgarinnar og liggur hlaupaleiðin um miðbæinn. Víðavangshlaup ÍR var fyrst haldið á sumardaginn fyrsta árið 1916 og hefur síðan þá verið órjúfanlegur þáttur í hátíðarhöldum Reykjavíkurborgar, en enginn íþróttaviðburður hér á landi á jafn langa samfellda sögu og Víðavangshlaup ÍR.