Víðavangshlaup ÍR

Sjáumst í miðborginni á sumardaginn fyrsta!

Víðavangshlaup ÍR

Á Sumardaginn fyrsta, þann 25. apríl næstkomandi, fer Víðavangshlaup ÍR fram í samstarfi við Nivea, Sportvörur og Lindex. Víðavangshlaupið er eitt vinsælasta og fjölmennasta 5 km keppnishlaupið sem fram fer á Íslandi enda er hlaupið í hjarta Reykjavíkurborgar þar sem hlaupaleiðin liggur um miðbæ hennar.
Hið þekkta nafn viðburðarins gefur til kynna að hlaupið sé á víðavangi en svo er ekki lengur en Víðavangshlaup ÍR er eitt af fáum götuhlaupum landsins þar sem götum er lokað og hlauparar og áhorfendur fá tækifæri til að leggja þær óáreittir undir sig.
Samhliða Víðavangshlaupinu fer fram 2,7 km skemmtiskokk sem hentar vel byrjendum og fjölskyldunni saman, ungum sem öldnum og má segja að fátt eigi eins vel við og að fagna sumarbyrjun með þátttöku í hlaupinu.