Hlaupaleiðin

5 km hlaupaleiðin er löglega mæld og viðurkennd af Frjálsíþróttasambandi Íslands.

Hlaupið er ræst í Pósthússtræti, hlaupið að Tryggvagötu og þaðan upp Hverfisgötu. Beygt til hægri inn Barónstíg og Laugarvegur hlaupinn til baka að Fríkirkjuvegi. Hlaupið er framhjá Tjörninni út á Gömlu Hringbraut og snúið við hjá BSÍ. Hlaupið til baka að Tjörninni, beygt til vinstri hjá Skothúsvegi, hægri inn á Tjarnargötu og í gegnum Austurvöll inn í endamarkið sem er í Pósthússtræti.