MývatnsmaraþonHið árlega Mývatnsmaraþon fer fram laugardaginn 28. maí 2022. Haldið er af stað við Jarðböðin og
hlaupið umhverfis Mývatn. Mývatnshlaupið er mikil upplifun fyrir hlaupara, ekki síst út af mikilli
náttúrufegurð svæðisins.
Brautin
Flatur hringur kringum Mývatn, sem er þekkt fyrir náttúrulega fegurð, yfirborð vegarins er malbikað.
Það reynir vel á þol og styrk hlaupara í Mývatnsmaraþoni þar sem endaspretturinn getur tekið
verulega á.
42,2 km brautin er löglega mæld og skráð hjá FRÍ.
Í boði eru þrjár vegalengdir, 42 km sem eru ræstir kl 10:00, 21 km hefst kl 12:00 og að lokum fara 10 km af stað kl. 13:00.
Athugið að tímamörk í heilmaraþonhlaupinu eru 7 klukkustundir.
Innifalið í þátttökugjaldi er aðgangur í Jarðböðin, þátttökupeningur, bjór og grill.
Verðskrá:
Forskráning til 2. mars:
10 km - 6.500 isk
21 km - 9.500 isk
42 km - 11.500 isk
2. mars - 27. maí:
10 km - 7.500 isk
21 km - 10.500 isk
42 km - 12.500 isk
Hægt verður að skrá sig á staðnum 28. maí, verðið þá er:
10 km - 8.500 isk
21 km - 11.500 isk
42 km - 13.500 isk
Allar upplýsingar um hlaupið er að finna inn á vefsíðu þess
myvatnmarathon.com