Mývatnsmaraþonið 2025
Skilmálar
Í Mývatnsmaraþoninu gilda reglur alþjóðafrjálsíþróttasambandsins IAAF um götuhlaup sem sjá má á vef Frjálsíþróttasambands Íslands. Til viðbótar við þær reglur gilda einnig eftirfarandi reglur um Mývatnsmaraþonið og Hraunhlaupið:
-
Þátttakendur bera sjálfir ábyrgð á að kynna sér þær reglur sem gilda um þátttöku í Mývatnsmaraþoninu og Hraunhlaupinu og fylgja þeim eftir í einu og öllu. Brot á reglum geta ógilt þátttöku í hlaupinu.
-
Allir þátttakendur sem skrá sig í Mývatnsmaraþonið eða Hraunhlaupið eru á eigin ábyrgð.
Börn eru á ábyrgð foreldra.
Hlaupabrautin er ekki lokuð umferð og því mikilvægt að sýna aðgát.
-
Þátttakendur skulu hefja hlaupið á auglýstum tíma. Tímatökukerfið er eingöngu virkt á þeim tíma.
-
Tímatöku í Mývatnsmaraþoni lýkur 6 klukkustundum eftir að fyrsta vegalengd er ræst. Þeir sem koma í mark eftir það fá ekki skráðan tíma. Tímatöku í Hraunhlaupinu lýkur 2 klukkustundum eftir að hlaupið er ræst.
-
Þátttakendur skulu hafa hlaupnúmerið sýnilegt að framan, allan tímann á meðan hlaupinu stendur. Hlaupnúmer er skráð á ákveðinn þátttakanda og gildir eingöngu fyrir þann einstakling. Frávik frá þessu ógildir tímatöku.
-
Þátttakendur bera ábyrgð á tímatökuflögunni sem þeim er úthlutað. Hver þátttakandi má einungis hafa eina flögu. Þátttakendur bera einnig ábyrgð á að flagan sé skráð á þeirra nafn, að hún sé eingöngu notuð af þeim sem skráður er fyrir flögunni.
-
Ekki er hægt að skipta um vegalengd þegar hlaup er hafið. Sá sem hleypur aðra vegalengd en skráning segir til um er ekki inni í tímatöku hlaupsins og er ekki gildur þátttakandi.
-
Aldurstakmörk eru í vegalengdir Mývatnsmaraþonsins.
Maraþon 42.2 km er fyrir 18 ára og eldri.
Hálfmaraþon 21,1 km er fyrir fimmtán ára og eldri.
10 km hlaup er ætlað fyrir 12 ára og eldri og er ekki æskilegt fyrir yngri börn.
Fólk á öllum aldri getur skráð sig í 3 km skemmtiskokk.
Hraunhlaupið er ætlað fyrir 12 ára og eldri og er ekki æskilegt fyrir yngri börn.
-
Þátttakendur skulu kynna sér hlaupaleiðir og eingöngu hlaupa eftir þeirri braut sem skilgreind hefur verið af hlaupahaldara.
Hlaupabrautin er eingöngu ætluð keppendum. Ekki er heimilt að fylgja hlaupurum gangandi, hlaupandi, á hjóli eða öðrum farartækjum. Það er á ábyrgð þátttakenda að vísa frá þeim sem vilja fylgja.
-
Mývatnsmaraþon áskilur sér rétt til að vísa þeim frá, sem eru á hjóli eða öðrum farartækjum á hlaupabrautinni eða nálægt hlaupandi þátttakendum.
-
Þátttakendum er óheimilt að þiggja þjónustu af öðrum en starfsmönnum hlaupsins í formi matar, drykkja eða líkamslegs stuðnings nema í neyð. Þá ber að tilkynna slíkt til hlaupstjóra.
-
Þátttakendum er ekki heimilt að hafa meðferðis hunda eða önnur gæludýr í hlaupinu.
-
Þátttakendum í 10 km, 21,1 km og 42,2 km er ekki heimilt að hafa meðferðis kerrur eða vagna.
-
Ekki er heimilt að taka þátt í hlaupinu á vél- eða rafmagnsknúnum farartækjum, reiðhjóli, hlaupahjóli, línuskautum, hjólabretti, skíðahjólum eða handdrifnu hjóli (hand-cycle).
-
Þátttakendur með stafgöngustafi skulu stilla sér upp aftast í upphafi hlaups.
-
Þátttakendur í hjólastólum og með önnur hjálpartæki skulu af öryggisástæðum vera aftast í upphafi hlaups.
-
Þátttakendur skulu sýna öllum starfsmönnum hlaupsins kurteisi og fara eftir leiðbeiningum og fyrirmælum þeirra.
-
Þátttakendur skulu sýna öðrum hlaupurum tillitsemi, og hafa í huga almennar umferðareglur.
-
Þegar þátttakendur hafa lokið hlaupi er þeim ekki leyfilegt að fara aftur út á braut til þess að hlaupa með öðrum þátttakendum.
-
Þátttökugjöld eru ekki endurgreidd og ekki er hægt að færa þau yfir á aðra viðburði eða flytja milli ára. Við sérstakar kringumstæður er hægt að endurgreiða 90% af þátttökugjaldinu, um mánuð eftir að viðburði líkur. Hægt er að gera nafna- og/eða vegalengdabreytingu með því að hafa samband við mótshaldara. Ekki er hægt að skipta um vegalengd eftir að hlaupið er byrjað.
Öllum ábendingum sem þátttakendur vilja koma á framfæri er hægt að koma til skila á info@visitmyvatn.is