Tími og staðsetning
Afhending gagna fer fram í Sportvörum, Dalvegi 32 A. Nánari upplýsingar um tímasetningu auglýst síðar.
Hlaupið er haldið á gamlársdag, 31. desember og er ræst stundvíslega klukkan 12:00 frá Hörpunni. Rásmarkið er á Sæbrautinni fyrir utan Hörpuna. Þátttakendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega á keppnisstað og hafa hugfast að það getur tekið tíma að leggja bílum í miðbæ borgarinnar. Ráðlagt er að leggja í bílastæði Hörpunnar meðan rúm leyfir.
Skráning á vefnum er opin til 11:00 á hlaupdag. Þátttökugjaldið hækkar frá og með 4. desember og 27. desember og eru þátttakendur því hvattir til að forskrá sig tímanlega.
Afhending gagna fer fram í Sportvörum, Dalvegi 32 A. Nánari upplýsingar um tímasetningu auglýst síðar.
Tímataka og birting úrslita
3 km Skemmtiskokk
Ekki er formleg tímataka í 3 km skemmtiskokki þ.e. enginn skráður tími en þátttakendur geta séð tímann sinn á markklukku þegar þeir koma í mark.
Hver hlaupari fær tímatökuflögu með sínum skráningargögnum. Tímatökuflagan er í rásnúmerinu en það þarf að vera sýnilegt að framan, fyrir ofan mitti, allt hlaupið og þurfa hlauparar að gæta að því að setja ekki hendur eða annað sem þeir hafa á sér fyrir númerið. Án flögu fæst enginn tími. Ábendingar um villur eða ef tíma vantar skal senda á irhlaup@gmail.com eigi síðar en miðnætti 2. janúar með upplýsingum um nafn, kennitölu, hlaupanúmer og áætlaðan tíma.
Tímatöku og brautarvörslu lýkur 90 mínútum eftir að hlaupið er ræst, kl. 13:30. Umferð verður hleypt á Sæbraut kl. 13:15 og verða hlauparar að sýna aðgát eftir þann tíma. Úrslit verða birt í rauntíma á timataka.net auk þess sem tímar verða sendir í sms-i til hlaupara.
Drykkjastöðvar eru fyrir þátttakendur í 10 km hlaupinu við km 5 þar sem boðið er upp á vatn og orkudrykk. Að loknu hlaupi eru vatn og orkudrykkur í boði fyrir alla þátttakendur.
Verðlaun og
verðlaunaafhending
Verðlaunaafhending fer fram í Hörpunni kl. 13:00.
Þátttakendur yngri en 15 ára fá þátttökuverðlaun, en öðrum gefst kostur á að kaupa þátttökupening samhliða skráningu. Þátttökupeninga þarf að vitja inni í Hörpu að loknu hlaupi.
- Veitt eru verðlaun fyrir þrjá fyrstu í mark í karla- og kvennaflokki í 10 km hlaupinu.
- Veitt eru verðlaun fyrir fyrsta karl og fyrstu konu í mark í öllum aldursflokkum í 10 km hlaupinu.
- Veitt eru verðlaun fyrir besta karl- og kvenbúninginn auk verðlaun fyrir besta búningaþema hóps.
- Veitt búningaverðlaun fyrir börn yngri en 15 ára sem tóku þátt í skemmtiskokkinu.
Í Hörpunni verður aðstaða til þess að geyma fatnað auk salerni. Geymsla fyrir fatnað er staðsett í herbergi hægra megin inn ganginn við skráningarborðin. Engin ábyrgð er tekin á fatnaði sem skilinn er eftir í geymslunni, annars staðar í Hörpunni né á hlaupaleiðinni.
Keppt er í 10 flokkum karla og kvenna (alls 16 flokkar):
- 15 ára og yngri
- 16 -18 ára
- 19-29 ára
- 30-39 ára
- 40-44 ára
- 45-49 ára
- 50-54 ára
- 55-59 ára
- 60-64 ára
- 65-69 ára
- 70 ára og eldri
Þar sem um götuhlaup er að ræða og umferð er mikil á hluta leiðarinnar eru þátttakendur beðnir að sýna varúð. Brautarvarsla verður við gatnamót þar sem umferð er þyngst. Mælst er til þess að öryggisástæðum að þátttakendur noti ekki iPod eða önnur álíka tæki í hlaupinu. Einnig er mælst til þess að þátttakendur hlaupi ekki með hlaupakerrur eða álíka (baby joggers). Að gefnu tilefni þá eru börn ávallt á ábyrgð foreldra hvort heldur í 3 km skemmtiskokki eða 10 km hlaupinu. Börn yngri en 10 ára ættu ekki að hlaupa án fylgdar.
Framkvæmd götuhlaupa á vegum Frjálsíþróttadeildar eru samkvæmt reglugerð Frjálsíþróttadeild Íslands um framkvæmd götuhlaupa. Til viðbótar við þær reglur gilda einnig reglur Frjálsíþróttadeildar ÍR um götuhlaup á vegum félagsins og eiga þátttakendur að kynna sér þær.