Láttu gott af þér leiða!

Í ár verður efnir Frjálsíþróttadeild ÍR til samstarfs við Krabbameinsfélagsins og því geta þátttakendur hlaupið til styrktar góðu málefni auk þess sem almenningi gefst kostur á að heita á hlaupara og leggja þannig baráttunni gegn krabbameinum lið.

Þátttakendur hafa tvær leiðir:

Áheitasöfnun - safnaðu áheitum og fáðu fólk með þér í lið. Safnaðu í minningu ástvinar eða til að heiðra einhvern sem er að takast á við krabbamein eða bara til að leggja góðum málstað lið. Farðu á síðu Krabbameinsfélagsins og þar velur þú heiti á söfnunina og þá ertu tilbúin/n að byrja að safna. Þú getur bæði stofnað þína söfnun sem einstaklingur eða sem lið. Áfram þú!

Styrkur til Krabbameinsfélagsins samhliða skráningu. Í skráningarferlinu hafa þátttakendur kost á að bæta við vörukaupin styrk til Krabbameinsfélags Íslands. Hægt er að velja um þrjár mismunandi upphæðir fyrir hvern og einn þátttakanda í skráningarferlinu.