Gamlárshlaup ÍR

Endaðu hlaupaárið með stæl á gamlársdag

Gamlárshlaup ÍR

Gamlárshlaup ÍR fer fram í 44. sinn á gamlársdag og að þessu sinni verður auk 10 km hlaups boðið upp 3 km skemmtiskokk. Hlaupið hefst kl. 12 frá Hörpunni. Gamlárshlaup ÍR er einn stærsti hlaupaviðburður landsins og ríkir ávallt mikil stemning í hlaupinu þar sem þátttakendur mæta bæði með gleðina og metnaðinn í farteskinu. Hefð er fyrir því að hlauparar mæti í búningum sem setja skemmtilegan svip á hlaupið og eru veitt verðlaun fyrir bestu búningana.