Kerlingarfjöll Ultra


Keppnishaldari

Útihreyfingin
Kt. 610922-0900
Melhagi 1
107 Reykjavík
Símanr.: 692-0029
utihreyfingin@utihreyfingin.is

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning
Kerlingarfjöll Ultra

Hálendishlaupið Kerlingarfjöll Ultra var haldið í fyrsta skipti sumarið 2024. Þátttakendur spreyttu sig á þremur hlaupaleiðum sem liggja um sundurskorin háhitasvæði, hyldjúp gljúfur, ægilega fjallstinda og að sjálfsögðu fram hjá Kerlingu — dranganum sem fjöllin draga nafn sitt af. Þátttaka fór fram úr björtustu vonum enda seldist upp á aðeins örfáum dögum og færri komust að en vildu.   


Kerlingarfjöll Ultra verður haldið að nýju laugardaginn 26. júlí 2025. Undirbúningur fyrir þessa ævintýralegu hlaupaupplifun er nú í fullum gangi og mun sala hefjast klukkan 12:00 þann 1. nóvember 2024.

Sérstök forskráningarkjör verða í boði út nóvember. Innifalið í verðinu eru veitingar á drykkjarstöðvum á meðan á hlaupi stendur, vegleg máltíð að keppni lokinni og aðgangur að heitu hálendisböðunum. 





Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

26.07.2025