The 5VH Trail Run5VH Trail Run (Fimmvörðuhálshlaup Náttúruhlaupa) verður haldið laugardaginn 12. ágúst. Hlaupið verður um Fimmvörðuháls, frá Skógum að Volcano Huts í Húsadal, 28 km.
Vefsíða: www.5vhhlaup.is
Facebook síða: facebook.com/5vhtrailrun
Staðsetning: Skógar
Tímasetning: Keppnin hefst kl. 9:00, laugardaginn 12. ágúst
Hlaupaleið: Byrjar við Skóga og endar í Volcano Huts Húsadal.
Vegalengd: 28 km
Tímamörk: 7 kls. Klára þarf að hlaupið fyrir kl. 16:00
Hámarksfjöldi: 300 manns
Verðlaun: Verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í karla og kvennaflokkum.
Skráningargjöld verða ekki endurgreidd en hægt að gera nafnabreytingar til 30. júní 2022.
Verð:
18.900 kr til 1. janúar 2023
21.900 kr frá 1. janúar en peysa aðeins innifalin ef viðkomandi skráir sig fyrir 1. júlí.
Skráning lokar 7. ágúst.
Meðlimir í hlaupasamfélagi Náttúruhlaupa fá afsláttarkóða upp á 15% sem gildir á tvö fyrri tímabilin (til 30. júní). Enginn afsláttur er veittur eftir 30. júní. Ekki er hægt að fá afsláttinn eftir á hafi viðkomandi greitt fullt verð án þess að nýta kóðann.
Innifalið í skráningu:
Keppnisnúmer, brautarvarsla og tímataka
Drykkjarstöðvar við Baldvinsskála (13 km), Strákagil (23 km) og Volcano Huts. Vatn, íþróttadrykkur og bananar.
Sturtu og klósettaðstaða að hlaupinu loknu
Langerma hettubolur (Straumnes) frá 66° Norður fylgir með til 30. júní en fylgir ekki með hjá þeim sem skrá sig eftir það.
Trúss frá Skógum að Básum
Heilbrigðisstarfsfólk í Volcano Huts
Ekki innifalið í skráningu:
Rútuferðir og matur að hlaupi loknu. Sendur verður póstur á þátttakendur í júlí þar sem þeim gefst kostur á að panta eftirfarandi í forsölu:
- Kjöt og/eða grænmetissúpu-hlaðborð 2.700 kr.
- Grillaður ostborgari 2.200 kr.
- Grillaður grænmetisborgari 2.200 kr.
- Ferð Reykjavík - Skógar; Volcano Huts - Reykjavík 14.000
- Ferð Skógar - Volcano Huts 8.000 kr.
- Ferð Volcano Huts - Skógar (verð auglýst síðar)
Fylgist með á Facebook síðu hlaupsins:facebook.com/5vhtrailrun
Skipuleggjendur keppninnar: Náttúruhlaup og Arctic Running
Nánari upplýsingar fást í netfanginu 5vh@natturuhlaup.is