Eldslóðin 2020

Íslenska English

Keppnishaldari

Meðbyr ehf.
Kt. 4811050480
Vatnagarðar 8
Reykjavík
Símanr.: +354 618-9000
info@medbyr.is

Skráðir þátttakendur
AFHENDING GAGNA: Íslensku Alparnir föstudaginn. 25. sept. milli 10:00 & 18:00
Ennþá er hægt að skrá sig til leiks hér að neðan og í afhendingunni

  • ELDSLÓÐIN 28KM
  • Vegalengd: 28.0 km.
  • Ræsing: 12:00
  • Skildubúnaður álteppi, flauta, drykkir og fjölnota brúsi eða glas

  • ELDSLÓÐIN 10KM
  • Vegalengd: 10.0 km.
  • Ræsing: 13:00


VIÐ VINNUM SEM FYRR MEÐ SÓTTVARNARYFIRVÖLDUM OG RÆSUM KEPPNINA Í HÓLFUM OG FYLGJUM SEM FYRR SETTUM REGLUM

Eldslóðin verður haldin í fyrsta sinn síðasta sunnudag í september eða þann 27. september 2020. Hlaupið er frá Vífilstöðum í meðfram Vífilstaðavatni inn að Búrfellsgjá og upp að Helgafelli og hringinn í kringum það og svo sem leið liggur til baka en þetta 28km utanvegahlaup en einnig eru í boði vegalengdirnar 5km og 10km. Þá er einnig boðið upp á liðakeppni í 28km vegalengdinni.

Eldslóðin er ný keppnisbraut sem lögð er í samráði við nokkra þaulvana utanvegahlaupara og þar á meðan Friðleif Friðleifsson ráðgjafa okkar og þjálfara landsliðs utanvegahlaupara.

Keppnisbrautin er hugsuð þannig að um leið og hlaupið sé áskorun fyrir lengra komna, sé brautin um leið falleg og auðfarin, með minni hækkun en gengur og gerist í stóru utanvegahlaupunum. Þá eru líka hugsaðar tvær styttri keppnisbrautir með það að leiðarljósi að í lok sumars geti þetta verið skemmtilegt uppskeruhlaup þar sem byrjendur og lengra komnir geti átt frábæran dag saman í Heiðmörkinni.

Eins og í öllum mótum mótaraðarinnar Víkingar verður lögð áhersla á öryggi, umgjörð og gleði. Í lok hlaupsins fá allir keppendur þátttöku verðlaun, það verður glæsileg grillveisla og gleði. Brautin verður vel merkt og brautaröryggi verður tryggt með vöktun.

Þjóðþekktir eru álfarnir og huldufólkið í hrauninu í kringum Búrfellsgjána. Sérstök sendinefnd sjáenda og samningafólks fór á fund þeirra í haust fyrir hönd skipuleggjenda og samið var um það að gegn því að hlauparar gætu þess að fara vel um náttúruna myndu álfarnir gæta hlauparanna í brautinni og huldufólkið umleika keppendur vernd og fylla þá eldmóði í hlaupinu.

Skráning á Eldslóðina og öll mót mótaraðarinnar Víkingar er á netskarning.is/vikingar
Upplýsingar um keppanda


Aukaupplýsingar í neyðartilfelli
Nauðsynlegar upplýsingar fyrir mótshaldara í neyðartilfelli.

Keppnisgreinar

27.09.2020