NOW Eldslóðin 2023


Greiðsluskilmálar


Reglur og skilmálar NOW Eldslóðarinnar

A: Reglur Eldslóðarinnar byggja á leiðbeiningum ITRA um framkvæmd utanvegahlaupa. Allar vegalengdir Eldslóðarinnar eru utanvegahlaup.
B: Lengd og erfiðleikastig hlaupanna, veðurfar og náttúran gerir kröfur til þátttakenda.
C: Mótshaldari getur fresta keppni eða breytt leiðarvali ef framkvæmd keppninnar er ekki möguleg samkvæmt skipulagi.
D: Þátttakendur ákveða hvort þeir hlaupa þrátt fyrir þoku eða önnur slæm veðurskilyrði.
E: Þátttakendur bera sjálfir ábyrgð á að kynna sér þær reglur sem gilda í Eldslóðinniog fylgja þeim.
F: Reglurnar snerta skráningu, öryggi og aðbúnað þátttakenda fyrir, á meðan og eftir keppni.
G: Þá eiga reglurnar að tryggja að þátttakendur og starfsmenn hugi að viðkvæmri náttúru, leiðarval taki tillit til gróðurfars, merktra gönguleiða og að rusl og úrgangur sé ekki skilinn eftir.

1. Skráning

Við skráningu í Eldslóðina þurfa þátttakendur að haka við að þeir samþykki skilamála mótsins. Ef ekki er hakað við samþykki fyrir skilmálum er ekki hægt að skrá sig í mótið.

Með undirritun minni staðfesti ég eftirfarandi:

2. Skilmálar sem þátttakendur þurfa að undirrita við afhendingu gagna

Ég er í nægilega góðu ástandi bæði líkamlega og andlega til að taka þátt í og ljúka.
Ég staðfesti að ég hef áttað mig á erfiðleikastigi keppninnar.
Ég hef kynnt mér tímamörk sem gilda í keppninni fyrir ræsingu keppninnar. Ég veit að allir þeir sem ekki ná tímamörkum verða stöðvaðir (án undanþágu).
Ég hef lesið og skil reglur Eldslóðarinnar og samþykki þær.

3. Hlaupaleiðin í Eldslóðinni er um fjalllendi uppi á Hellisheiði

Óheimilt er með öllu að kasta frá sér rusli á leiðinni og algjört bann er við losun mannlegs úrgangs utan salernis.
Keppendur verða að vera með sín eigin glös eða brúsa til að nota á drykkjarstöðvum. Ekki verður boðið upp á einnota pappaglös á drykkjarstöðvum.

4. Keppnisreglur

Þátttakendur tryggja að þeir séu líkamlega og andlega hæfir og með nægan undirbúning að baki til að hlaupa það hlaup sem þeir hafa skráð sig og innan tilskilinna tímamarka.
Ég skil að hlutverk framkvæmdaaðila og starfsmanna hlaupsins felst ekki í að „bjarga“ þátttakendum sem ekki eru nægjanlega vel undirbúnir m.t.t. hlaupaþjálfunar, næringu eða hvort þá vanti viðeigandi útbúnað. Öryggi hvers hlaupara er á hans eigin ábyrgð og hann þarf að hafa færni til að takast á við óvæntar aðstæður.
Ég samþykki að fara eftir þeim leiðbeiningum sem starfsmenn hlaupsins leggja til og þigg þá aðstoð sem þeir álíta að þurfi vegna öryggis míns og annarra.
Sem þátttakandi í Eldslóð afsala ég mér öllum rétti til skaðabóta frá skipuleggjendum Eldslóð, starfsmönnum og öðrum samstarfsaðilum hlaupsins, vegna meiðsla, veikinda, slyss, eða annarra ófyrirsjáanlegra atvika sem ég gæti orðið fyrir í Eldslóðinni.
Þátttakendur fara eftir fyrirmælum sem tilgreind eru um fatnað og búnað og skulu þeir hafa meðferðis viðeigandi fatnað. Sjá búnaðarlista.
Þátttakendur þurfa að hafa hlaupanúmer sýnilegt framan á sér til þess að auðvelda og flýta skráningu og til að starfsmenn viti hverja á að þjónusta. Auk þess skulu þeir vera með tímatökuflögu um ökkla.
Til að fá skráðan tíma og í öryggisskyni skulu allir þátttakendur fara yfir tímatökumottur í rásmarki, á tékkpunktum og í endamarki.
Þátttakendur sem neyðast til að hætta í hlaupinu á miðri leið vegna veikinda eða meiðsla, er skylt að gefa sig fram við svæðisstjóra hlaupsins á hverjum stað.
Óheimilt er að þiggja utanaðkomandi aðstoð einhvers sem ekki er skráður þátttakandi í hlaupið nema í neyðartilvikum.
Það er á ábyrgð hvers þátttakanda að neita utanaðkomandi aðstoð nema um neyðartilvik sé að ræða.
Það er á ábyrgð hvers þátttakanda að hlaupa ekki með utanaðkomandi hlaupara. Hver og einn þátttakandi þarf að bera sinn eigin farangur, rusl og drykkjarmál. Þátttakendur skulu taka tillit til annarra þátttakenda.
Þátttakendur mega aðstoða aðra þátttakendur með öryggi sitt og annarra í huga. Mótshaldari getur vísað frá keppni hverjum þeim sem fara ekki eftir reglum hlaupsins.

5. Viðurlög

Þátttakendur sem ekki fara eftir reglum mótsins eiga á hættu að verða skráðir úr keppni.
Þeir sem ekki fara eftir settum fyrirmælum verða ábyrgir fyrir þeim kostnaði sem til fellur við leit og/eða umönnun björgunarsveita og annarra starfsmanna.

6. Réttur skipuleggjenda Eldslóðarinnar

Skipuleggjendur eru ekki ábyrgir fyrir utanaðkomandi áhrifum á keppendur. Það á við um veður, náttúruhamfarir, umferð fólks og farartækja eða annað óvænt sem getur haft áhrif á þátttakendur.
Skipuleggjendur geta afskráð og stöðvað þátttakanda sem ekki er í fatnaði eða hefur yfir að ráða nauðsynlegum búnaði sem hæfir aðstæðum.
Skipuleggjendur geta afskráð og vísað úr mótinu hverjum þeim sem skapar hættu fyrir sjálfan sig og/eða aðra eða fer ekki eftir reglum keppninnar.
Skipuleggjendur eru ekki ábyrgir fyrir veikindum eða slysum þátttakenda, til og frá mótsstað og meðan á móti stendur.
Þátttakendur eru hvattir til að leita aðstoðar starfsmanna keppninnar ef slys eða veikindi koma upp.Þátttakendur eru alltaf á eigin ábyrgð þrátt fyrir að þeir þiggi aðstoð starfsmanna keppninnar.
Skipuleggjendur áskilja sér rétt til að aflýsa mótinu með stuttum fyrirvara vegna veðurs eða annarra ófyrirsjáanlegra ástæðna sem geta skapað hættu fyrir þátttakendur.

7. KÆRUR

Þátttakendur sem telja að á sér hafi verið brotið geta lagt fram kæru til mótshaldara. Kæra þarf að berast skriflega til keppnisstjóra á meðan mótið stendur yfir.
Kæra vegna heildarúrslita í karla- og kvenna flokki þarf að berast í síðasta lagi kl. 20:00 daginn eftir mótsdag.