GILDI MÓTANA:

VINNÁTTA, VIRÐING – KEPPNI

Keppnirnar sem um ræðir eru bæði nýjar af nálin um leið og þær eru keppnir sem almenningur hefur keppt í fjölda ára. En það eru tvær hjólreiðakeppnir, Kia Gullhringurinn annarsvegar og Landsnet 32 hinsvegar og svo tvö utanvega hlaup og þá ber fyrst að nefna Hengil Ultra utanvega hlaupið í Hveragerði og svo nýtt hlaup sem mun opna mótaröðina en það er Eldslóðin sem fer fram í upplandi höfuðborgarinnar frá Vífilstaðavatn inn í Heiðmörk.

MANTRA MÓTANA ERU:

ALLIR KEPPA, ALLIR VINNA OG ALLIR VELKOMNIR

VÍKINGASVEITIN

Með því að keppa í einhverri vegalengd í öllum keppnunum í sumar komast keppendur í VÍKINGASVEITINA.

ÍSLANDS-VÍKINGUR

Ætli keppendur sér nafnbótina ÍSLANDS VÍKINGUR þá þurfa keppendur að klára eru 66km í Kia Gullhringnum, 28km Eldslóðanum, 25km í Hengil Ultra og svo 32km í Landsnet 32. Keppendur mega fara lengri vegalengdir en ekki styttri til að ná því að verða Íslandsvíkingur.

JÁRN-VÍKINGUR

Að komast í hóp JÁRN VÍKINGA verður hinsvegar heldur flóknara verkefni en þá er verkefnið klára eru 106km í Kia Gullhringnum, 28km Eldslóðanum, 50km í Hengil Ultra og svo 64km í Landsnet 32.

HENGILL ULTRA TRAIL

100km / 50km / 25km / 10 km / 5km / 4x25km

Mótaröðin hefst á Hengil Ultra sem er utanvega hlaup sem haldið hefur verið í Hvergerði í að verða 10 ár. Keppnin í ár verður fyrstu helgina í júní eða 5. til 6. júní. Hengill Ultra er eina hlaupið á Íslandi sem býður keppendum 100km braut en það er um leið lengsta utanvega hlaup á Ísland. Hlaupið fer frá Hveragerði um gríðarlega fallega náttúru Reykjadals og Hengilssvæðisins. Keppendur geta valið fimm mismunandi vegalengdir og þannig eru fremstu hlauparar landsins að hlaupa á sama stað og byrjendur og nýliða í sportinu en keppninni lýkur með grillsveislu í miðbæ Hveragerðis.

KIA GULLHRINGURINN

106km / 66km / 48km / 4x106km / 4x66

Önnur keppnin í mótaröðinni verður hin annálaða hjólreiðakeppni Kia Gullhringurinn en hann fer fram á Laugarvatni laugardaginn 11. júlí 2020. KIA Gullhringurinn er vinsælasta götuhjólreiðamót landsins og þar keppir allt besta hjólreiðafólk landsins um leið að byrjendur og bröltarar í sportinu eru velkomnir og hjóla þá vegalengd sem þeim hentar en boðið er upp á þrjár vegalengdir 48km, 66km og 106km allir eru ræstir frá Laugarvatni á sama tíma og svo er grillveisla fyrir keppendur og allir hella sér Fontana-böðin á eftir.

LANDSNET MTB

44km / 23km / 23 km rafhjólaflokkur

Þriðja þrautin í mótaröðinni er fjallahjólakeppnin Landsnet MTB. Þetta er ný keppni sem verður haldin í upplandi Garðabæjar laugardaginn þann 26. september 2020 klukkan 14:00. Hjólað er frá Vífilstöðum upp með Vífilstaðaveginum og þar inn á línuveg Landsnets sem gengur ofarlega við Vífilstaðavatnið. Þaðan er hjólað að Elliðavatni, inn í Búrfellshraunið og inn að Búrfellsgjár veginum og síðan aftur til hægri meðfram Heiðmerkur veginum og inn að Vífilstöðum aftur. Keppt er í einum hring (23km), tveimur hringjum (44km) en svo er boðið upp á rafmagnshjólaflokk einum hring C2R flokk.

ELDSLÓÐIN

28km / 10km / 5km / 4x28km

Mótaröðinni lýkur í Heiðmerkurlandinu þar sem Eldslóðin verður haldin í fyrsta sinn sunnudaginn 27. September 2020. Hlaupið er frá Vífilstöðum í meðfram Vífilstaðavatni inn að Búrfellsgjá og upp að Helgafelli og hringinn í kringum það og svo sem leið liggur til baka en þetta 28km utanvegahlaup en einnig eru í boði vegalengdirnar 5km og 10km. Þá er einnig boðið upp á liðakeppni í 28km vegalengdinni.

Mótaröðinni lýkur með þessari keppni og verðlauna afhendingar og mótslit verða partur af Eldslóðar lokahófinu og þar verða þeir heiðraðir sérstaklega sem komast í Víkingasveitina eða í hóp Járn-víkinga.

VERÐ OG TÍMASETNINGAR

HENGILL ULTRA TRAIL 5.-6. JÚNÍ 2020

KIA GULLHRINGURINN 11. JÚLÍ 2020

LANDSNET MTB 26. SEPTEMBER 2020

ELDSLÓÐIN 27. SEPTEMBER 2020

Frekari upplýsingar á medbyr@medbyr.is