Víðavangshlaup ÍR

Sjáumst í miðborginni 17. september!

Víðavangshlaup ÍR

Vorboða lífs og gleði, Víðavangshlaupi ÍR, sem í rúma öld hefur farið fram á sumardaginn fyrsta og eitt fjölmennasta 5 km hlaup landsins, er frestað fram til á haustið. ÍR-ingar munu sem endranær kappkosta við að órjúfanleg 105 ára saga hlaupsins haldist með þeirri reisn sem því hæfir. Víðavangshlaup ÍR og þar með Íslandsmeistaramót í 5 km götuhlaupi fer fram þann 17. september nk. með því umfangi sem aðstæður leyfa. Víðavangshlaup ÍR var fyrst haldið á sumardaginn fyrsta árið 1916 og hefur síðan þá verið órjúfanlegur þáttur í hátíðarhöldum Reykjavíkurborgar, en enginn íþróttaviðburður hér á landi á jafn langa samfellda sögu og Víðavangshlaup ÍR.