Trékyllisheiðin 2024


Skilmálar


Þátttakendur taka þátt í hlaupinu á eigin ábyrgð og eiga ekki kröfurétt á framkvæmdaaðila hlaupsins vegna atburða sem verða í tengslum við hlaupið. Skráður þátttakandi er ábyrgur fyrir hlaupanúmeri og er óheimilt að láta það öðrum í té til þátttöku í hlaupinu. Sá sem hleypur með númer sem ekki er skráð á hann af mótshaldara er ekki gildur þátttakandi.


Hægt er að fá 50% af þátttökugjaldinu endurgreitt fram til 1. júlí 2023 með því að senda póst á Skidafelagstrandamanna@gmail.com. Ef mótshaldari þarf að aflýsa hlaupinu með stuttum fyrirvara vegna náttúruhamfara, veðurs, heimsfaraldurs eða annarra ófyrirsjáanlegra ástæðna, verða 50% þátttökugjaldsins endurgreidd. Óska má eftir nafnabreytingu með því að senda póst á Skidafelagstrandamanna@gmail.com.


Þátttakendum ber að sýna náttúrunni virðingu og ekki er heimilt að henda neinu rusli á leiðinni, nema í þar til gerð ílát á drykkjarstöðvum. Sýna ber öðrum þátttakendum og göngufólki tillitsemi á leiðinni og hlýða fyrirmælum starfsfólks í hvívetna. Utanaðkomandi aðstoð við keppendur er óheimil, nema í neyð. Þátttakendum ber að aðstoða aðra þátttakendur í neyð þar til önnur viðeigandi hjálp berst.


Þátttakendur bera ábyrgð á eigin búnaði og ber að klæða sig eftir veðri og veðurspá. Skyldubúnaður í 48 og 26 km hlaupunum er eftirfarandi:


Þátttakendur skulu hafa keppnisnúmer sýnilegt allt hlaupið.


Keppnisstjóri getur vísað þeim sem fylgja ekki settum reglum úr hlaupinu. Einnig er keppnisstjóra heimilt að stöðva hlaupið eða aflýsa því vegna utanaðkomandi aðstæðna.


Skíðafélag Strandamanna áskilur sér rétt til að nota skráningarupplýsingar, svo sem við birtingu úrslita, almennar póstsendingar, sendingu upplýsinga með tölvupósti og birtingu upplýsinga á vefsíðu viðburðarins. Þá áskilur félagið sér rétt til að birta á vefsíðum viðburðarins myndir sem teknar eru í tengslum við viðburðinn, auk þess að nota þær í markaðs- og kynningarefni.


Með skráningu í hlaupið samþykkir þátttakandi framangreinda skilmála.