Súlur Vertical


Greiðsluskilmálar, afskráningar og endurgreiðslur


1. Þátttakendur sem afskrá sig fyrir 1. júní eiga rétt á endurgreiðslu á 80% af skráningargjaldi. Þátttökugjald verður ekki endurgreitt vegna afskráninga eftir 1. júní en hægt verður að nafnabreyta.


2. Ekki er unnt að færa skráningu fram á næsta ár.


3. Ef aflýsa þarf hlaupinu, með meira en eins sólarhrings fyrirvara, vegna ófyrirsjáanlegra atburða, svo sem náttúruhamfara, veðurs, farsótta o.s.frv. hefur mótshaldari heimild til að halda eftir allt að 50% af þátttökugjaldinu til að mæta kostnaði við mótshaldið. Þurfi að aflýsa hlaupinu af sömu ástæðum með minna en eins sólarhrings fyrirvara hefur mótshaldari heimild til að halda eftir allt að 75% af þátttökugjaldinu til að mæta kostnaði við mótahaldið.


4. Verði hlaupið fært til innan dags eða til næsta dags verður þátttökugjaldið ekki endurgreitt.


5. Allar myndir sem teknar eru af ljósmyndurum mótsins af þátttakendum þess, áskilur mótshaldari sér rétt til að nota í markaðs- og kynningarefni.