Mt. Esja Ultra
Kt. 500622-1990
Mt. Esja Ultra
info@mtesjaultra.is
Mt. Esja Ultra er alvöru fjallahlaup sem haldið verður í fjórtánda sinn laugardaginn 14. júní
2025. Keppt verður í heilu og hálfu Esjumaraþoni (43 km (+3.500 m) og 21 km (+1.500 m)). Einnig verður ævintýra- og skógarhlaup fyrir börn og fullorðna (1km og 2,4km).
Skráning opnar 19. nóvember kl. 12:00! Það borgar sig að skrá sig sem fyrst á forskráningarverði sem gildir út nóvember.
MT. ESJA HÁLFMARAÞON:
Leiðin er um 21 km með 1.500 m samanlagðri hækkun. Hlaupið hefst við Esjustofu og verður farin vel útfærð og skemmtileg útsýnisleið um Esjurætur og -hlíðar. Tilvalin æfingakeppni fyrir lengri utanvega- og fjallahlaup t.d. Laugavegshlaupið.