Mt. Esja Ultra

Íslenska English

Keppnishaldari

Mt. Esja Ultra
Kt. 500622-1990
Mt. Esja Ultra
info@mtesjaultra.is

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning
Mt. Esja Ultra


Mt. Esja Ultra er alvöru fjallahlaup sem haldið verður í fjórtánda sinn laugardaginn 14. júní

2025. Keppt verður í heilu og hálfu Esjumaraþoni (43 km (+3.500 m) og 21 km (+1.500 m)). Einnig verður ævintýra- og skógarhlaup fyrir börn og fullorðna (1km og 2,4km).  


Skráning opnar 19. nóvember kl. 12:00! Það borgar sig að skrá sig sem fyrst á forskráningarverði sem gildir út nóvember.


MT. ESJA HÁLFMARAÞON:

Leiðin er um 21 km með 1.500 m samanlagðri hækkun. Hlaupið hefst við Esjustofu og verður farin vel útfærð og skemmtileg útsýnisleið um Esjurætur og -hlíðar. Tilvalin æfingakeppni fyrir lengri utanvega- og fjallahlaup t.d. Laugavegshlaupið.




MT. ESJA MARAÞON:

Í þessu vinsæla hlaupi, sem var fyrst haldið árið 2015, eru farnar eru fimm mismunandi leiðir upp Esjuna. Hlaupið er eitt erfiðasta fjallahlaup landsins og er vegalengdin um 43 km með 3.500 m samanlagðri hækkun.




ÆVINTÝRA- OG SKÓGARHLAUP

Ævintýrahlaupið var fyrst haldið 2021 og tókst mjög vel. Sprækir krakkar hlupu einir eða í fylgd forráðamanna skemmtilega og fjölbreytta leið í skóginum. Nú verður boðið upp á tvær mismunandi vegalengdir og er lengri vegalengdin stíluð inn á börn eldri en 8 ára og fullorðna.


Keppnisgrein og verð


Mt. Esja maraþon: Vegalengd 43 km, hækkun 3.500 m 

Forskráningarverð: 14.900 kr. (út nóvember)

Eftir 30. nóvember og til og með 30. apríl: 19.900 kr. 

Frá og með 1. maí: 24.900 kr.


Mt. Esja hálft maraþon: Vegalengd 21 km, hækkun 1.500 m 

Forskráningarverð: 8.900 kr. (út nóvember) 

Eftir 30. nóvember og til og með 30. apríl: 9.900 kr. 

Frá og með 1. maí: 14.900 kr. 


Ævintýrahlaup (1000m): 

Frítt fyrir 12 ára og yngri

500 kr. fyrir 13 ára og eldri 


Skógarhlaup með tímatöku (2,3km)

Frítt fyrir 12 ára og yngri

1000 kr. fyrir 13 ára og eldri


Innifalið í skráningargjaldi

Esju-bjórglasið fyrir þau sem klára heilt og hálft maraþon innan tímamarka. 

Sérstök þátttökuverðlaun fyrir börn í ævintýra- og skógarhlaupinu. 

Finisher gjöf fyrir þau sem klára maraþonið innan tímamarka.

Tímataka, keppnisnúmer/flaga og brautargæsla.

Íþróttadrykkir og næring á drykkjarstöð við Esjustofu.

Léttar veitingar eftir hlaup. 


Skráningargjald er ekki endurgreitt en hægt verður að gera nafnabreytingar á netskraning.is frítt til 4. júní. Eftir 4. júní þarf að senda tölvupóst á info@mtesjaultra.is og þarf nýr keppandi að greiða breytingargjald í hálfu og heilu maraþoni (2000 kr.).


STAÐSETNING

Allar vegalengdir verða ræstar frá Esjustofu á mismunandi tímum (sjá rástíma hér að

neðan). Keppendur skulu mæta tímanlega og þeir sem keppa í maraþoninu verða að skrá

sig sérstaklega hjá keppnisstjóra fyrir keppni. Nánari upplýsingar verða sendar á alla keppendur þegar nær dregur.


RÁSTÍMAR

Mt. Esja maraþon - kl. 8:00

Mt. Esja hálft maraþon - kl. 10:00 

Ævintýra- og skógar hlaup í Esjuskógi (2km og 2,4km) – kl. 14:00 (bæði hlaupin fara ekki af stað á nákvæmlega sama tíma).


VERÐLAUN 

Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin hjá körlum og konum í hálfu og heilu maraþoni. 

Sigurvegarar í hálfu og heilu maraþoni fá að auki í verðlaun hinn

margrómaða verðlaunagrip ESJUSTEININN, sem er handgerður af steinsmiðnum Þóri Sigmundssyni og eru steinarnir sérvaldir í hlíðum Esjunnar.

Aldurstakmörk

Mt. Esja hálft maraþon: 16 ára

Mt. Esja maraþon: 18 ára


Tímatakmörk

Mt. Esja hálft maraþon: 6:00 klst.

Mt. Esja maraþon: 10:00 klst. þegar lagt er af stað í síðasta sinn upp Esjuna.


Útbúnaður Sterklega er mælt með því að hver keppandi hafi eftirfarandi útbúnað til taks (skyldubúnaður fyrir keppendur í hálfu og heilu maraþoni):

  • Fjölnota mál til að sækja vatn í læk og á drykkjarstöð
  • Álteppi
  • Farsíma
  • Nægilegt magn af næringu og vökva (0,5-1,0 L)
  • Teygjubindi
  • Jakki (Helst vatnsheldur úr öndunarefni og með hettu)
  • Húfu eða buff og hanska

Nánari upplýsingar:

Vefsíða hlaupsins: http://www.mtesjaultra.is 

Facebook: http://www.facebook.com/mtesjaultra 

info@mtesjaultra.is



Upplýsingar um keppanda


Aukaupplýsingar í neyðartilfelli
Nauðsynlegar upplýsingar fyrir mótshaldara í neyðartilfelli.

Keppnisgreinar

14.06.2025