Mottumarshlaup 2025

Íslenska English

Keppnishaldari

Krabbameinsfélagið
Kt. 700169-2789
Skógarhlíð 8
105 Reykjavík
hlaup@krabb.is

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning
Mottumarshlaupið 2025

Mottumarshlaupið verður haldið 19. mars kl. 18. Hlaupið fer fram á bæjarmörkum Kópavogs og Reykjavíkur, í Fossvogi.

Hlaupið er einstakt í sinni röð og hentar öllum! Ástæðan er einföld. Boðið er upp á 5 km FRÍ vottaða braut, með eða án tímatöku en einnig er boðið upp á að fólk hlaupi eða gangi styttri vegalengd, allt eftir vilja eða getu hvers og eins, án tímatöku.

Allir geta tekið þátt, hraðir hlauparar jafnt og þau sem vilja ganga eða skokka til stuðnings pabba, afa, frænda og öllum hinum.

Þátttökugjald:

5000 krónur fyrir 12 ára og eldri – Mottumarssokkar fylgja með
1500 krónur fyrir börn yngri en 12 ára – Mottumarsbuff fylgir með

Boðið verður upp á upphitun fyrir hlaup og drykki að loknu hlaupi.

Við lofum stuði og stemmningu um leið og við hreyfum okkur til stuðnings góðum málstað!


Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

19.03.2025