Landsnet 30&2

Íslenska English

Keppnishaldari

Meðbyr ehf.
Kt. 4811050480
Vatnagarðar 8
Reykjavík
Símanr.: +354 618-9000
info@medbyr.is

Skráðir þátttakendur
Fjallahjólakeppnin Landsnet 32 sem er ný keppni sem haldin er í Hveragerði 14. ágúst 2020. Hjólað er frá og útúr Hveragerði og upp gömlu Kambanna og þar á brúninni þegar komið er inn á Hellisheiði fer keppnin inn á línuvega kerfið okkar þangað til hún kemur aftur niður kambana eftir mjög skemmtilegan og fjölbreytan hring á heiðinni. Keppnisbrautin er 32 kílómetrar eins og nafnið gefur til kynna og nánast öll nema leiðin í gegnum Hveragerði og inn þangað aftur á möl og heilmikil hækkun í byrjun en um leið er hún alveg stórbrotin. Boðið eru uppá tvær vegalengdir 32km eins og nafnið gefur til kynna en svo 64 km fyrir þá sem vilja leggja aðeins meira á sig.

Landsnet 32 er hluti af “Víkingar" mótaröðinni, sem hefur göngu sína í ár en þar er um að ræða fjórar almenningsíþrótta keppnir sem opnar eru almenningi sem tekið sig hafa saman og þegar keppt er í þeim öllum komast keppendur í hóp svokallaðra Járn-víkinga eða í Víkingasveitina.

GILDI MÓTANA: VINNÁTTA, VIRÐING – KEPPNI

Keppnirnar sem um ræðir eru bæði nýjar af nálin um leið og þær eru keppnir sem almenningur hefur keppt í fjölda ára. En það eru tvær hjólreiðakeppnir, Kia Gullhringurinn annarsvegar og Landsnet 32 hinsvegar og svo tvö utanvega hlaup og þá ber fyrst að nefna Hengil Ultra utanvega hlaupið í Hveragerði og svo nýtt hlaup sem mun opna mótaröðina en það er Eldslóðin sem fer fram í upplandi höfuðborgarinnar frá Vífilstaðavatn inn í Heiðmörk.

VÍGORÐ MÓTANA ERU: ALLIR KEPPA, ALLIR VINNA OG ALLIR VELKOMNIR

Með því að keppa í einhverri vegalengd í öllumkeppnunum í sumar komast keppendur í VÍKINGASVEITINA. Ætli keppendur sér nafnbótina ÍSLANDS VÍKINGUR þá þurfa keppendur að klára eru 66km í Kia Gullhringnum, 28km Eldslóðanum, 25km í Hengil Ultra og svo 32km í Landsnet 32.

Að komast í hóp JÁRN VÍKINGA verður hinsvegar heldur flóknara verkefni en þá er verkefnið klára eru 106km í Kia Gullhringnum, 28km Eldslóðanum, 50km í Hengil Ultra og svo 64km í Landsnet 32.

Upplýsingar um keppanda


Aukaupplýsingar í neyðartilfelli
Nauðsynlegar upplýsingar fyrir mótshaldara í neyðartilfelli.

Keppnisgreinar

14.08.2020