Landsnet MTB

Íslenska English

Keppnishaldari

Meðbyr ehf.
Kt. 4811050480
Vatnagarðar 8
Reykjavík
Símanr.: +354 618-9000
info@medbyr.is

Skráðir þátttakendur
Í ljósi aðstæðna höfum við ákveðið að færa Landsnet MTB inn í september. Keppnin verður því haldin laugardaginn 26. september 2020. Leiðin er jafnvel enn fallegri á þessum tíma.

Skráningar eru ennþá opnar og hægt er að gera nafnabreytingar á flögum ef keppendur geta ekki keppt á þessari dagsetningu.

Þriðja þrautin í mótaröðinni er fjallahjólakeppnin Landsnet MTB. Þetta er ný keppni sem verður haldin í upplandi Garðabæjar laugardaginn þann 26. september 2020 klukkan 14:00. Hjólað er frá Vífilstöðum upp með Vífilstaðaveginum og þar inn á línuveg Landsnets sem gengur ofarlega við Vífilstaðavatnið. Þaðan er hjólað að Elliðavatni, inn í Búrfellshraunið og inn að Búrfellsgjár veginum og síðan aftur til hægri meðfram Heiðmerkur veginum og inn að Vífilstöðum aftur. Keppt er í einum hring (23km), tveimur hringjum (44km) en svo er boðið upp á rafmagnshjólaflokk einum hring C2R flokk.

Landsnet MTB er hluti af “Víkingar" mótaröðinni, sem hefur göngu sína í ár en þar er um að ræða fjórar almenningsíþrótta keppnir sem opnar eru almenningi sem tekið sig hafa saman og þegar keppt er í þeim öllum komast keppendur í hóp svokallaðra Járn-víkinga eða í Víkingasveitina.

GILDI MÓTANA: VINNÁTTA, VIRÐING – KEPPNI

Keppnirnar sem um ræðir eru bæði nýjar af nálin um leið og þær eru keppnir sem almenningur hefur keppt í fjölda ára. En það eru tvær hjólreiðakeppnir, Kia Gullhringurinn annarsvegar og Landsnet MTB hinsvegar og svo tvö utanvega hlaup og þá ber fyrst að nefna Salomon Hengil Ultra utanvega hlaupið í Hveragerði og svo nýtt hlaup sem mun opna mótaröðina en það er Eldslóðin sem fer fram í upplandi höfuðborgarinnar frá Vífilstaðavatn inn í Heiðmörk.

VÍGORÐ MÓTANA ERU: ALLIR KEPPA, ALLIR VINNA OG ALLIR VELKOMNIR

Með því að keppa í einhverri vegalengd í öllumkeppnunum í sumar komast keppendur í VÍKINGASVEITINA. Ætli keppendur sér nafnbótina ÍSLANDS VÍKINGUR þá þurfa keppendur að klára eru 66km í Kia Gullhringnum, 28km Eldslóðanum, 25km í Hengil Ultra og svo 17km í Landsnet MTB.

Að komast í hóp JÁRN VÍKINGA verður hinsvegar heldur flóknara verkefni en þá er verkefnið klára eru 106km í Kia Gullhringnum, 28km Eldslóðanum, 50km í Hengil Ultra og svo 40km í Landsnet MTB.

Kort af leiðinni
Upplýsingar um keppanda


Aukaupplýsingar í neyðartilfelli
Nauðsynlegar upplýsingar fyrir mótshaldara í neyðartilfelli.

Keppnisgreinar

26.09.2020