Hengill Ultra 2023Salomon Hengill Ultra Trail verður nú haldin í tólfta sinn dagana 9. og 10. júní 2023.
Eins og í fyrra verður hlaupið í 5km, 10km, 26km, 53km, 106km, og 100 mílna braut. Semsagt eitthvað fyrir alla, allt frá léttri 5km leið upp í 100 mílur fyrir þau allra hörðustu!
Eins og á síðasta ári verður boðið uppá miðnæturútgáfur af 10 km, 26km og 53 km vegalengdunum. Ræsingar í þá flokka verða föstudagskvöldið 9. júní og verður hámarksfjöldi 100 keppendur í 26 km og 53 km og 200 keppendur í 10 km brautina.
Byrjunarreitur allra vegalengda verður við Skyrgerðina veitingastað í hjarta Hveragerðis. Styttri vegalengdirnar eru í kringum Hveragerði og upp að Hamrinum sem er gríðarlega fallegur hraunhamar yfir bænum. 26km vegalengdin er upp Reykjadalinn upp að Ölkelduhnjúk og í kringum hann. 50km hlauparar hlaupa hinsvegar áfram inn að Hengli, yfir fjallgarðinn, niður Sleggjubeinsskarð og þaðan til baka. Þeir sem hlaupa 106km fara þá leið tvisvar og þrisvar fyrir 100 mílna leiðina. Útsýnið frá Hengli er algjörlega einstakt og er þessi hlaupaleið ein sú fallegasta sem hægt er að finna á Íslandi.
Á meðan Hengill Ultra er í gangi þá breytist Hveragerði í hlaupa Karnival. Það verður m.a. sölusýning í íþróttahúsinu, þar verða einnig allir brautarfundir fyrir hverja vegalengd fyrir sig ásamt verðlaunaafhendingu. Hveragerði ljómar öll og hefur nóg upp á að bjóða fyrir gesti.
Nánari upplýsingar um flokkana:
HENGILL MIDNIGHT 10 KM
- 10 km (hámark 200 þátttakendur)
- Dagsetning 9. júní 2023
- Ræsing 22:00
- Skráningargjald til miðnættis 1. janúar: 5.900,- kr.
- Skráningargjald til miðnættis 3. maí: 6.500,- kr.
- Skráningargjald: 7.900,- kr.
- Skráningu lýkur á miðnættti 7. júní
Innifalið í mótsgjaldi er þátttökumedalía, drykkur í brautinni og máltíð að lokinni keppni
HENGILL MIDNIGHT 26 KM
- 26 km (hámark 100 þátttakendur)
- Dagsetning 9. júní 2023
- Ræsing 21:00
- Skráningargjald til miðnættis 1. janúar: 10.900,- kr.
- Skráningargjald til miðnættis 3. maí: 13.900,- kr.
- Skráningargjald: 15.900,- kr.
- Skráningju lýkur á miðnætti 5. júní 2023
Innifalið í mótsgjaldi er matur og drykkur í brautinni, þátttökumedalía og máltíð að keppni lokinni
HENGILL MIDNIGHT 53 KM
- 53 km (hámark 100 þátttakendur)
- Dagssetning 9. júní 2023
- Ræsing 18:00
- Skráningargjald til miðnættis 1. janúar: 22.900,- kr.
- Skráningargjald til miðnættis 3. maí: 25.900,- kr.
- Skráningargjald: 29.900,- kr.
- Skráningu lýkur á miðnætti 5. júní 2023
Innifalið í mótsgjaldi er geymsla í íþróttahúsi Hveragerðis fyrir búnaðartösku, matur og drykkur í brautinni, þátttökumedalía og sérmerkt 50km “Finisher“ húfa, ásamt máltíð að keppni lokinni.
Hengill Ultra 160 KM
- Dagsetning 9. júní 2023
- Ræsing 08:00
- Skráningargjald til miðnættis 1. janúar: 32.900,- kr.
- Skráningargjald til miðnættis 3 maí: 39.900,- kr.
- Skráningargjald: 44.900 ,- kr.
- Skráningu lýkur á miðnætti 25. maí 2023
Innifalið í mótsgjaldi er geymsla í íþróttahúsi Hveragerðis fyrir búnaðartösku, matur og drykkur í brautunum, þátttökumedalía og sérmerkt 100 MÍLNA “Finisher" húfa. Glaðningur frá Ölpunum, máltíð að keppni lokinni og aðgangur að sjúkranuddara og lækni eða hjúkrunarfræðingi fylgir einnig skráningu í þennan flokk.
Hengill Ultra 106K
- Dagsetning 9. júní 2023
- Ræsing 18:00
- Skráningargjald til miðnættis 1. janúar: 29.900,- kr.
- Skráningargjald til miðnættis 3. maí: 33.900,- kr.
- Skráningargjald: 36.900 ,- kr.
- Skráningu lýkur á miðnætti 25. maí 2023
Innifalið er í mótsgjaldi er geymsla í íþróttahúsi Hveragerðis fyrir búnaðartösku, matur og drykkur í brautunum. Þátttökumedalía og sérmerkt 106 KM “Finisher" húfa. Glaðningur frá Ölpunum, máltíð að keppni lokinni og aðgangur að sjúkranuddara og lækni eða hjúkrunarfræðingi fylgir skráningu í þennan flokk.
Hengill Ultra 53K
- Dagsetning 10. júní 2023
- Ræsing 08:00
- Skráningargjald til miðnættis 1. janúar: 22.900,- kr.
- Skráningargjald til miðnættis 3. maí: 25.900,- kr.
- Skráningargjald: 29.900,- kr.
- Skráningu lýkur 5. júní 2023
Innifalið í mótsgjaldi er geymsla í íþróttahúsi Hveragerðis fyrir búnaðartösku, matur og drykkur í brautinni, þátttökumedalía og sérmerkt 53km “Finisher“ húfa ásamt máltíð að keppni lokinni. Frítt verður í sund fyrir þátttakendur.
Hengill Ultra 26K
- Dagsetning 10. júní 2023
- Ræsing 13:00
- Skráningargjald til miðnættis 1. janúar: 10.900,- kr.
- Skráningargjald til miðnættis 3. maí: 13.900,- kr.
- Skráningargjald: 15.900,- kr.
- Skráningu lýkur 5. júní 2023
Innifalið er í mótsgjaldi er matur og drykkur í brautinni, þátttökumedalía og máltíð að lokinni keppni. Frítt verður í sund fyrir þátttakendur.
Hengill Ultra 10K
- Dagsetning 10. júní 2023
- Ræsing 10:00
- Skráningargjald til miðnættis 1. janúar: 5.900,- kr.
- Skráningargjald til miðnættis 3. maí: 6.500,- kr.
- Skráningargjald: 7.900,- kr.
- Skráningu lýkur 08:00 10. júní 2023
Innifalið í mótsgjaldi er þátttökumedalía, drykkur í brautinni, máltíð að lokinni keppni og frítt verður í sund fyrir þátttakendur
Hengill Ultra 5K
- Dagsetning 10. júní 2023
- Ræsing 14:00
- Skráningargjald til miðnættis 1. janúar: 2.900,- kr.
- Skráningargjald til miðnættis 3. maí: 3.500,- kr.
- Skráningargjald: 4.900,- kr.
- Skráningu lýkur kl 10:00 þann 10. júní 2023
Innifalið í mótsgjaldi er þátttökumedalía og frítt verður í sund fyrir þátttakendur