Haustmaraþon Félags maraþonhlaupara fer fram laugardaginn 22. október 2022.Félag maraþonhlaupara hefur í yfir 20 ár haldið vor- og haustmaraþon og hafa þessi hlaup fyrir löngu skipað sér fastan sess og njóta sívaxandi vinsælda. Reynt hefur verið að skapa hlýja og afslappaða stemningu í kringum hlaupin. Leiðin liggur í fallegu umhverfi eftir helstu stígum borgarinnar eins fjarri allri bílaumferð og frekast er unnt. Boðið er upp á tvær vegalengdir heilt og hálft maraþon. (
Sjá kort af hlaupaleið).
Hægt verður að nálgast keppnisgögn í verslu Sport24 í Garðabæ og Sportval frá og með mánudeginum 17. október.
Maraþonið hefst kl. 9:00.
Hálfmaraþonið hefst kl. kl. 11:00
Forskráningu lýkur kl. 18 föstudaginn 21. október.
Sjá nánari upplýsingar um hlaupið á vefnum
marathonhlaup.is.
Hlaupaleiðin er löglega mæld og viðurkennd af Frjálsíþróttasambandi Íslands.