Grefillinn207 km keppnin fer upp í Þverárhlíð, yfir Kjarrá fyrir ofan Örnólfsdal. Þá er farið niður Þverárhlíð, beygt til hægri hjá Lindarhvoli og upp Norðurárdal, yfir Grjóthálsinn og yfir Þverá hjá Sigmundarstöðum. Þá er farið inn Hvítársíðu, framhjá Kalmanstungu og upp Kaldadalinn, yfir Uxahryggi og niðiur allan Lundarreykjadal. Loks er komið við með því að renna gegnum Flókadal áður en endað er aftur í Logalandi.
Segja má að það verður hægt að upplifa alls konar náttúru í Borgarfirðinum; jökla, fossa og ár, búsældarlegar jarðir og eyðilegt umhverfi á Kaldadal. Allar líkur eru á að í boði verði bæði meðvindur og mótvindur til skiptis.
Nánari upplýsingar um keppnina ásamt reglum og skilmálum má finna á:
www.grefillinn.is.
Gjafabréf í Krauma
Vsml. athugið að hver keppandi mun fá sent til sín gjafakort sem hægt er að nota í Krauma. Gjafakortið verður sent síðar. Hægt er að nota gjafakortið á tíma sem hentar hverjum og einum en ef nota á kortið á keppnisdag þarf að passa upp á að bóka tíma í böðin út frá því hvenær keppandi áætlar að klára. Mikilvægt er að þessi tímasetning standist. Við getum ekki tryggt að allir geti bókað tíma á keppnisdag. Fyrstu kemur, fyrstu fær.