Gamlárshlaup ÍR
Gamlárshlaup ÍR er skemmtileg blanda af keppnishlaupi, áramótaskemmtun og fjölskyldusamveru þar sem einstaklingar með ólík markmið og bakgrunn koma saman. Gleðin er ávallt við völd í Gamlárshlaupi ÍR, hvernig sem viðrar, en auk hefðbundinna keppnisbúninga mæta fjölmargir til leiks íklæddir grímubúningum. Á meðan sumir leggja kapp á að bæta sinn besta tíma á hraðri og flatri braut þá berjast aðrir um um að hljóta verðlaun fyrir frumlegasta búninginn eða einfaldlega hafa gaman af.
Hlaupið er haldið á gamlársdag, 31. desember og er ræst stundvíslega klukkan 12:00 frá Hörpunni. Rásmarkið er á Sæbrautinni fyrir utan Hörpuna. Þátttakendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega á keppnisstað og hafa hugfast að það getur tekið tíma að leggja bílum í miðbæ borgarinnar. Ráðlagt er að leggja í bílastæði Hörpunnar meðan rúm leyfir.
Vegalengd
Hlaupið er 10km en einnig er boðið uppá 3 km skemmtiskokk. Ekki er tímataka í skemmtiskokki.
10 km hlaupið er framkvæmt samkvæmt reglum Frjálsíþróttasambands Íslands og viðurkennt af sambandinu til skráningar úrslita á afrekaskrá. Hlaupaleiðin er mæld samkvæmt stöðlum World Athletics.
Í ár efnir Frjálsíþróttadeild ÍR til samstarfs við Krabbameinsfélagsins og því geta þátttakendur hlaupið til styrktar góðu málefni auk þess sem almenningi gefst kostur á að heita á hlaupara og leggja þannig baráttunni gegn krabbameini lið.
Áheitasíða Krabbameinsfélagsins er
hérDagskrá
Dagskrá hlaupdags
9:00-11:00 Afhending gagna
12:00 Hlaupið ræst
13:00 Verðlaunaafhending
13:30 Tímatöku hætt
Hlaupaleið

Afhending gagna
Afhending gagna verður í Sportvörum Dalvegi 32A milli 12 og 18 þann 30. desember
Á hlaupdegi er hægt að nálgast gögn í Hörpunni frá kl 9 til 11:00
Drykkjarstöðvar
Drykkjarstöðvar eru í markinu og við 5 km.
Úrslit
Tímatöku og brautarvörslu lýkur 90 mínútum eftir að hlaupið er ræst. Úrslit verða birt í rauntíma auk þess sem tímar verða sendir í sms-i til hlaupara. Úrslit fyrir verðlaunasæti eru staðfest við verðlaunaafhendingu en að öðru leyti telst birting úrslita á timataka.net sem lögleg birting á úrslitum.
Verðlaun
Verðlaun
Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu 3 í karla og kvennaflokki í 10 km auk þess sem veitt eru verðlaun fyrir fyrsta sæti í aldursflokkum karla og kvenna.
Aldursflokkarnir eru eftirfarandi:
- 12-14 ára
- 15-17 ára
- 18-29 ára
- 30-39 ára
- 40-49 ára
- 50-59 ára
- 60-69 ára
- 70-79 ára
- 80 ára og eldri
Einnig eru veitt verðlaun fyrir búninga í nokkrum flokkum.
Glæsileg útdráttarverðlaun eru dregin úr nöfnum allra þátttakenda.