Gamlárshlaup ÍR

Endaðu hlaupaárið með stæl á gamlársdag

Gamlárshlaup ÍR

Gamlárshlaupi ÍR er frestað annað árið í röð en ákvörðunin kemur væntanlega ekki á óvart í ljósi hertra samkomutakmarkana.
Við höfum unnið að framkvæmdinni í góðu samstarfi við ÍSÍ og þar með sóttvarnaryfirvöld og þótt við gætum eflaust unnið að útfærslu sem uppfyllir skilyrði núgildandi reglugerðar þá er það mat okkar að það sé að öllu óábyrgt að stuðla að hópamyndun að einhverju tagi.
Við erum ákveðin í að halda "Gamlárshlaup" hlaup í vetur en það verður þá blásið til þess með skömmum fyrirvara þegar aðstæður leyfa.