Víðavangshlaup Fætur toga og Framfara 2022


Til baka á skráningarsíðu
Hlaup 1: Á frisbígolfvellinum í Fossvogi (6,3 km)
Hringurinn er á stígum og á grasi á mótum Reykjavíkur og Kópavogs, start/mark er á móts við Reynigrund Kópavogsmegin, um 900m að lengd, mestmegnis á grasi en einnig á malarstígum.

Hlaupnir eru 1 hringur (900m) í stutta hlaupinu og 7 hringir (6300m) í því langa.
Bílastæði eru við Fagralund eða Snælandsskóla.
Hlaup 2: Borgarspítali (6,6 km)
Hringurinn er 1.1km að lengd, hæðóttur og á köflum mýrlendur.
Hlaupinn er 1 hringur (1100m) í stutta hlaupinu en 6 (6.6km) í því langa.
Bílastæði eru við spítalann.
Hlaup 3: Ræktunarstöð Reykjavikurborgar í Fossvogi (6,6 km)
Hringurinn er innan ræktunarstöðvarinnar. Undirlagið er aðallega malarstígar. Mælt er með að hlaupa á gaddaskóm eða utanvegaskóm.

Hlaupinn er 1 hringur (1100m) í stutta hlaupinu en 6 hringir (6.6km) í því langa.
Næg bílastæði eru við Ræktunarstöðina, komið inn af Fossvogsvegi.