Keppendur þurfa að mæta við Fontana á Laugarvatni þar sem þeir staðfesta skráningu og fá afhent keppnisnúmer frá kl. 9:00 á keppnisdag. Hlaupurum sem fara með rútu verður ekið í rútu frá Laugarvatni að rásmarki við Gjábakka (10 mílur) og á Laugardalvöllum (5 mílur) kl. 10:15. Hlauparar fá frítt í Fontana að hlaupi loknu gegn framvísum hlaupanúmers.
Hlaupið verður frá Gjábakka, austan Þingvallavatns eftir gamla Gjábakkavegi til Laugarvatns, sjá kort hér fyrir neðan.
Tvær drykkjarstöðvar eru á hlaupaleiðinni. Engin bílaumferð verður á hlaupaleiðinni, meðan á hlaupinu stendur.