Vorhlaup VMA 2018 English


Vorhlaup VMA verður haldið í fjórða sinn fimmtudaginn 12. apríl næstkomandi. Hlaupið er frá austurinngangi Verkmenntaskólans á Akureyri kl. 17.30 og í boði eru bæði 5 km og 10 km hlaupaleiðir. Keppt er í þremur flokkum: opnum flokki, framhaldsskólaflokki og flokki 15 ára og yngri og fer tímataka fram með flögum frá www.timataka.net.

Tími og dagsetning
12. apríl kl. 17:30 við austurinngang Verkmenntaskólans á Akureyri.

Afhending gagna fer fram í anddyri austurinngangs VMA frá kl. 15:00-17:00 á keppnisdegi.

Vegalengdir og flokkaskipting
Keppt er í 5 og 10 km hlaupi á brautum sem mældar eru og viðurkenndar af Frjálsíþróttasambandi Íslands. Í 5 km hlaupinu er keppt í þremur flokkum: opnum flokki, framhaldsskólaflokki og flokki 15 ára og yngri. Í 10 km hlaupinu er keppt í tveimur flokkum: opnum flokki og framhaldsskólaflokki.

Verðlaun
Verðlaunapeningar verða veittir fyrir fyrstu þrjú sætin í öllum flokkum karla og kvenna auk fjölda útdráttavinninga. Verðlaunaafhending fer fram í Gryfjunni í VMA og hefst kl. 18:30.

Skráning
Forskráning lýkur á miðnætti 11. apríl. Sérskráning verður í boði fyrir framhaldsskólanema í VMA og MA til kl. 12:00 á keppnisdegi. Hægt verður að skrá sig á keppnisdegi í anddyri austurinngangs VMA frá kl. 15:30-17:00 gegn hærra gjaldi.

Verð í forskráningu:

  • 500 kr fyrir grunn- og framhaldsskólanema
  • 1500 kr fyrir hlaupara í opnum flokki
Verð á keppnisdegi:
  • 500 kr fyrir grunn- og framhaldsskólanema
  • 2000 kr fyrir hlaupara í opnum flokki

Viðburður haldinn af:
Verkmenntaskólinn á Akureyri
kt. 531083-0759
Hringteigi 2
600 Akureyri
Símanúmer: ( Anna Berglind )
annaberglind@vma.is

Sjáðu hverjir eru búnir að skrá sig

Búið að loka fyrir forskráningu

Búið að loka fyrir forskráningu

Forskráningu lokið.

Afhending gagna fer fram í anddyri austurinngangs VMA frá kl. 15:00-17:00 á keppnisdegi. Þar er einnig hægt að skrá sig.