Vorhlaup VMA 2024


Keppnishaldari

Verkmenntaskólinn á Akureyri
Kt. 531083-0759
Hringteigi 2
600 Akureyri
Anna Berglind
anna.b.palmadottir@vma.is

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning
Vorhlaup VMA 23. apríl kl. 17:30

Hlaupið er frá Verkmenntaskólanum á Akureyri og hefst hlaupið við austurinngang skólans. Keppt er í eftirfarandi flokkum: 

  • Grunnskólaflokkur 5 km

  • Framhaldsskólaflokkur 5 km og 10 km

  • Opinn flokkur 5 km og 10 km 

Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í hverjum flokki karla, kvenna og kvára, auk fjölda útdráttavinninga.

Skráning fer fram á netskraning.is og er opin til kl. 17:00 keppnisdag.

Verð:

  • Grunnskóla- og framhaldsskólaflokkur: 500 kr. 

  • Opinn flokkur: 3000 kr. 

Allir keppendur frá frítt í sund í Akureyrarlaug að hlaupi loknu gegn framvísun hlaupanúmers. Auk þess býður Hlíðarfjall hlaupurum frítt í skíðalyftur svæðisins  í einn dag að eigin vali fram að lokun skíðasvæðisins þann 27. apríl, gegn framvísun hlaupanúmers.

Einnig er hægt að skrá sig á keppnisdegi í anddyri í austurinngangi VMA frá kl. 14:00 - 17:00 en mælum við með því að keppendur forskrái sig á netskraning.is.

Verðlaunaafhending fer fram í Gryfjunni í VMA (gengið inn að austan) kl. 18:30 og þar verður í boði hressing að hlaupi loknu. 

Nánari upplýsingar má finna á facebook-síðu hlaupsins.Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

23.04.2024