Virkni og Vellíðan er heilsueflandi verkefni fyrir 60 ára og eldri í Kópavogi. Götugangan er hugsuð til þess að draga að 60 ára og eldri einstaklinga til þess að taka þátt í skemmtilegri keppni.
Hringurinn er 3,4 km og er gengið um Kópavogsdalinn. Aðeins 60 ára og eldri geta skráð sig og er ekkert þátttökugjald.