Víðavangshlaup ÍR

Íslenska English

Keppnishaldari

Frjálsíþróttadeild ÍR
Kt. 421288-2599
Skógarsel 12
110 Reykjavík
irhlaup@gmail.com

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning

Víðavangshlaup ÍR

Á Sumardaginn fyrsta, þann 24. apríl næstkomandi, fer 110. Víðavangshlaup ÍR fram í samstarfi við Nivea, Sportvörur og Lindex. Víðavangshlaupið er eitt vinsælasta og fjölmennasta 5 km keppnishlaupið sem fram fer á Íslandi enda er hlaupið í hjarta Reykjavíkurborgar þar sem hlaupaleiðin liggur um miðbæ hennar. Einnig verður hægt að skrá sig í 2,5 km skemmiskokk án tímatöku.

Í ár verður boðið uppá nýja hlaupaleið þar sem startið verður í Lækjargötunni. 



Ræst er í Lækjargötu og hlaupið til suðurs. Beygt yfir Tjarnarbrú og hlaupinn einn hringur umhverfis tjörnina þar til komið er aftur að marksvæðinu, þá beygt inn Lækjargötu og hlaupið til norðurs. Beygt er inn Tryggvagötu og hlaupið út á Geirsgötu og beygt til hægri, Geirsgatan er hlaupin aftur út á Lækjargötu. Athugið að aðeins er gert ráð fyrir að loka einni akrein á Geirsgötu fyrir umferð en hlaupið verður stúkað af með keilum og/eða grindum á þessum kafla. Lækjargatan er svo hlaupin til suðurs, aftur í gegnum rásmarkið, Fríkirkjuvegur og Sóleyjargata á enda þar til tekinn er 180° snúningur á keilu rétt fyrir ofan BSÍ. Þaðan er Fjólugatan hlaupin til baka út að Tjarnarbrú og kláraður annar tjarnarhringur að endamarkinu í Vonarstræti.

Dagskrá

12:00 Víðavangshlaupið er ræst í Lækjargötu

12:10 Skemmtiskokk er ræst í Lækjargötu

12:30 Verðlaunaafhending fer fram á marksvæðinu í Vonarstræti

13:00 Tímatöku lýkur

Afhending gagna

Hlaupagögn verða afhend í Sportvörum Dalvegi 32A miðvikudaginn 23. apríl frá kl. 12-18. 

Á hlaupdegi er afhending gagna í íþróttahúsi MR.

Open photo

Drykkjarstöð

Í markinu verður boðið uppá orkudrykk og vatn

Úrslit

Tímatöku og brautarvörslu lýkur 60 mínútum eftir að hlaupið er ræst. Úrslit verða birt í rauntíma auk þess sem tímar verða sendir í sms-i til hlaupara. Úrslit fyrir verðlaunasæti eru staðfest við verðlaunaafhendingu en að öðru leyti telst birting úrslita á timataka.net sem lögleg birting á úrslitum.

Verðlaun og verðlaunaafhending

Verðlaunaafhending fer fram við marksvæðið um skömmu eftir að fyrstu þrjár konur og þrír karlar eru komin í mark, áætlað um kl. 12:20

Aldursflokkar

Keppt er í aldursflokkum samkvæmt reglugerð FRÍ
  • 14 ára og yngri
  • 15-17 ára
  • 18-39 ára
  • 40-49 ára
  • 50-59 ára
  • 60-69 ára
  • 70-79 ára
  • 80-89 ára
  • 90 ára og eldri.
Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

24.04.2025