Vatnsmýrarhlaupið 2021

Íslenska

Keppnishaldari

Sri Chinmoy maraþonliðið
Kt. 650693-2059
Ármúla 22
108 Reykjavík
Laufey (695 5696) / Torfi (697 3974)
vatnsmyrarhlaupid@gmail.com

Skráðir þátttakendur
Vatnsmýrarhlaupið verður haldið í 25. sinn mánudaginn 9. ágúst næstkomandi. Hlaupið verður í Vatnsmýrinni og Skerjafirði eins og undanfarin þrjú ár. Upphaf og endir verður í nágrenni Háskóla Íslands og skráning verður á Háskólatorgi á hlaupadag. Veitt verða verðlaun fyrir sex aldursflokka og verður notast við flögutímatöku.

Tímasetning
Hefst kl. 20 við Háskóla Íslands.

Ef fjöldi þátttakenda fer yfir 100 verður ræst í tveimur hópum með 10-15 mín millibili og verðlaunaafhendingu einnig skipt upp.

Hlaupaleiðin
5 km með tímatöku. Hlaupaleiðin er löglega mæld af FRÍ.
Hlaupið er í nágrenni Vatnsmýrar og Skerjafjarðar. Hlaupaleiðin er tiltölulega flöt. Sjá einnig meðfylgjandi kort af hlaupaleiðinni.

Verðlaun
Þátttökumedalíur eru fyrir alla 14 ára og yngri og aðra sem óska eftir því. Vegleg útdráttarverðlaun eru og verðlaun fyrir efsta sæti í hverjum flokki.

Flokkaskipting
  • 14 ára og yngri
  • 15-19 ára
  • 20-39 ára
  • 40-49 ára
  • 50-59 ára
  • 60 ára og eldri.

Skráning og verð Skráning fer fram á netskraning.is og er opin til kl. 19:30 á hlaupadag. Skráningargjald er 1900 kr.
Afhending númera verður kl. 17:00-19.45 á Háskólatorgi á hlaupdag.

Annað Brautarvarsla er á öllum helstu götuhornum, einnig verður hjólreiðamaður á undan fyrstu mönnum. Merkingar verða á kílómetrafresti.
Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

09.08.2021