Tour de Ormurinn 2026

Íslenska English

Keppnishaldari

UÍA
Kt. 660269-4369
Kaupvangi 6
700 Egilsstaðir
TDO
Símanr.: 471 1353
uia@uia.is

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning

·       Tour de Ormurinn er hjólreiðakeppni á austurlandi sem hóf göngu sína árið 2012.

·       Ræst verður í 68 og 103 km kl. 9:00 við verslunina Vask, Sólvangi 5 á Egilsstöðum. 

·       Ræst verður í 26 km leiðina við Orkuna í Hallormsstað kl. 9:40

·       Hjólaleiðir eru þrjár. 68 km hringurinn er vinsælasta leiðin en einnig er boðið upp á 103 km hring og 26 km leið.

·       Keppnin er opin öllum 12 ára og eldri. 

·       68 km er hjólað umhverfis Löginn á bundnu slitlagi.

·       103 km er hjólað inn í botn Fljótsdals þar sem nokkrir grófir kaflar eru.

·       Endamark er á sama stað og ræsing fer fram. Mikil áhersla er lögð á öryggismál, unnið er í góðu samstarfi við lögregluna.

·       NÝTT TDO er nú orðinn að hjólahluta Landvættarins.  63 km er lágmarkið í Landvættinum og  26 km. er lágmarkið fyrir Hálfvætt/Ungvætt.

·       Fjöldi sjálfboðaliða kemur að framkvæmd keppninnar og hafa skipuleggendur keppninnar fengið mikið hrós frá þátttakendum fyrir öfluga og sýnileg brautarvörslu.


Allar nánari upplýsingar um Tour de Ormurinn er að finna inn á Facebook síðu mótsins og tourdeormurinn.is.

Skráningarfrestur er til kl. 13:00, föstudaginn 14. ágúst.
verð til 15. júní Fullt verð
4.500 ISK 5.500 ISK 26 km unglingaflokkur 12 til 16 ára
6.500 ISK 8.000 ISK 26 km
9.500 ISK 12.000 ISK 68 km
9.500 ISK 12.000 ISK 103 km


Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

15.08.2026