Þorvaldsdalsskokkið

Íslenska English

Keppnishaldari

UMSE / Tímataka ehf.
Kt. 560318-0730
Starri Heiðmarsson
Símanr.: 6632650
thorvaldsdalsskokk@umse.is

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning
Þorvaldsdalsskokkið 2025

Þorvaldsdalsskokkið, elsta skipulagða óbyggðahlaup á Íslandi, verður haldið í 32. sinn þann 5. júlí. 2025.

Líkt og undanfarin ár verða tvö hlaup og eru þau hluti af norðurhluta Landvættar.

Tímatöku lýkur 17:00

Í öryggisskyni hvetjum við alla þátttakendur til að kynna sér aðstæður vel og huga sérstaklega að veðurspá á hlaupdegi. Allir sem taka þátt eru hvattir til að hlaupa með fullhlaðinn síma með sér. Það er ekki gsm-samband á allri hlaupaleiðinni en engu að síður þá dettur það inn annað slagið og getur skipt sköpum ef mikið liggur við.

Þorvaldsdalsskokkið - Landvættur

Aðalhlaupið hefst við gömlu brúna yfir Ytri-Tunguá milli Dagverðartungu og Fornhaga í Hörgárdal og lýkur við Stærri-Árskóg á Árskógsströnd.

  • Vegalend er tæpir 25 km
  • Leiðarval frá rásmarki að marki er keppendum frjáls
  • Þátttökugjald er 15.000.-
  • Innifalið í gjaldi er gjöf merkt hlaupinu.
  • Rúta fer frá Árskógi að rásmarki fyrir þá sem vilja hafa bílinn aðgengilegan í marki. Gjald fyrir rútuna er 1.000.-
  • Rástími úr Hörgárdal er 12:00 og rúta fer frá Árskógsskóla upp úr kl. 11:00 (mæting 10:30).


Hálfur Þorvaldsdalur - Hálfvættur

Hlaupið hefst fyrir ofan Brattavelli á Árskógsströnd (óheimilt að fara að rásmarki á einkabílum) og lýkur við Stærri-Árskóg á Árskógsströnd.

  • Vegalengd er um 16 km
  • Þátttökugjald er 12.000.-
  • Innifalið í gjaldi er gjöf merkt hlaupinu.
  • Rúta fer frá Árskógi að rásmarki og er rúta innifalin í þátttökugjaldi. ATH. óheimilt verður að aka upp að rásmarki og því er gert ráð fyrir að allir keppendur fari með rútu.
  • Rástími er 13:00 og rúta fer frá Árskógsskóla 12:45 (mæting 12:15).


Upplýsingar um keppanda



Aukaupplýsingar í neyðartilfelli
Nauðsynlegar upplýsingar fyrir mótshaldara í neyðartilfelli.

Keppnisgreinar

05.07.2025