The Puffin Run 2024


The Puffin Run

The Puffin Run fer fram í Vestmannaeyjum þann 4. maí 2024 kl. 12:15.

Vegalengd
  • Einstaklingshlaup: 20 km
  • Tveggja manna sveit karla, kvenna eða blönduð: 2×10 km
  • Fjögurra manna sveit karla, kvenna eða blönduð: 4×5 km
Skráning og gagnaafhending

Forskráning er á hér á netskráning.is og takmarkast fjöldi þátttakenda við 1.000 manns.

Í boði verður einstaklingskeppni í karla- og kvennaflokki sem og boðhlaup 2 og 4 manna í karla-, kvenna-, og blönduðum flokki. Hlauparar geta þá hlaupið 2*10 km eða 4*5 km.

Boðhlaup
Einn aðili skráir liðið til keppni og greiðir þátttökugjald fyrir allt liðið í þeirri skráningu.
Stuttu fyrir hlaupið kemur tengill fyrir þann sem skráði liðið þar sem hann skráir inn einstaklinga sem eru í liðinu.

Skráningargjaldið er:

  • 1 x 20 km 8.000 kr
  • 2 x 10 km 6.000 kr. per mann
  • 4 x 5 km 4.000 kr. per mann
Afhending gagna

Gögn verða afhent í Sportvörum Dalvegi 32a í Kópavogi, föstudaginn 26. apríl

Verðlaun

Veitt eru peningaverðlaun til fyrstu þriggja karla og kvenna.

  • Fyrsta sæti 120.000 kr.
  • Annað sæti 80.000 kr.
  • Þriðja sæti 50.000 kr.

Einnig eru verðlaun fyrir fyrsta sæti í tvímennings og fjögurra manna sveit karla, kvenna og blandaðri.

Rásmarkið og startið í hlaupinu

Rásmark og endastöð verður á Nausthamarsbryggju.

Þeir sem eru að fara seinni parta hlaupsins fá akstur frá Nausthamarsbryggju að skiptistöð. Óskað er eftir að þeir sem eru búnir að hlaupa fyrri hluta, taki á móti liðsfélaganum við markið þar sem ljósmyndarar verða á staðnum.

Annað

Þátttakendur komast í sturtu í Sundlaug Vestmannaeyja eftir hlaup.


Allar nánari upplýsingar inn á vef hlaupsins thepuffinrun.com

Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

04.05.2024