Skráning: Strandagangan 2019


Strandagangan fer fram laugardaginn 23. febrúar 2019.

Strandagangan er almenningsganga fyrir fólk á öllum aldri, jafnt byrjendur sem lengra komna og er hluti af Íslandsgöngumótaröðinni. Þetta er 25. árið í röð sem gangan er haldin en fyrsta Strandagangan var haldin árið 1995.

Í boði eru fjórar vegalengdir, 1 km, 5 km, 10 km og 20 km, og þeir sem ljúka 20 km göngu fá stig í stigakeppni Íslandsgöngunnar.

20 km. fyrir 17 ára og eldri
Skráningargjald 5.000 kr. til og með 15. febrúar, eftir það hækkar skráningargjald í 8.000 kr.

10 km. ekkert aldurstakmark
Skráningargjald 4.000 kr. til og með 15. febrúar, eftir það hækkar skráningargjald í 6.000 kr.
15 ára og yngri greiða 1.000 kr.

5 km. ekkert aldurstakmark
Skráningargjald 3.000 kr. til og með 15. febrúar, eftir það hækkar skráningargjald í 4.000 kr.
15 ára og yngri greiða 1.000 kr.

1 km. fyrir 10 ára og yngri
Skráningargjald 1.000 kr.


Gangan fer fram á skíðasvæði Skíðafélags Strandamanna í Selárdal á Ströndum og er startað í 5, 10 og 20 km vegalengdir kl. 12:00. Start í 1 km vegalengd og forstart í 20 km þ.e. þau sem ekki treysta sér til að ganga 20 km á skemmri tíma en tveimur klukkustundum eiga þess kost að byrja gönguna hálftíma fyrr, eða kl. 11:30.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Strandagöngunnar strandagangan.123.is

Viðburður haldinn af:
Skíðafélag Strandamanna
kt. 510100-2120
Víkurtúni 10
510 Hólmavík
rosmundurn@gmail.com

Sjáðu hverjir eru búnir að skrá sig

Búið að loka fyrir forskráningu