Skíðafélag Strandamanna
Kt. 510100-2120
skidafelagstrandamanna@gmail.com
Laugardagur 8. mars
Strandagangan fer fram á skíðasvæði Skíðafélags Strandamanna í Selárdal á Steingrímsfirði, laugardaginn 8. mars 2025. Strandagangan er almenningsganga fyrir fólk á öllum aldri, jafnt byrjendur sem lengra komna og er hluti af Íslandsgöngumótaröð SKÍ. Þetta er 31. árið í röð sem gangan er haldin en fyrsta Strandagangan var haldin árið 1995.
Í boði eru þrjár vegalengdir: 4 km, 10 km og 20 km,
Strandagangan 20 km fyrir 17 ára og eldri
Skráningargjald 10.000 kr. Hækkar 1. mars í 13.000 kr
Aldursflokkar í 20 km eru 17-34 ára, 35-49 ára, 50-59 ára, 60-69 ára og 70 ára og eldri.
Þeir sem ljúka 20 km göngu fá stig í stigakeppni Íslandsgöngunnar. 20 km. fyrir 17 ára og eldri. 15-17 ára mega taka þátt í 20 km. vegalengd en fá ekki stig í stigakeppninni.
Strandagangan 10 km og 4 km, ekkert aldurstakmark
10 km. Skráningargjald 8.000 kr. Hækkar 1. mars í 11.000 kr.
4 km. Skráningargjald 5.000 kr. Hækkar 1. mars í 6.000 kr.
Ræst verður með flæðandi starti og verður opið fyrir ræsingu í 30 mínútur, frá kl. 11:00 til kl. 11:30.
Að lokinni keppni er keppendum boðið á okkar margrómaða kökuhlaðborð í Félagsheimilinu á Hólmavík en þar mun verðlaunaafhendingin einnig fara fram. Áhorfendur og aðrir sem vilja styrkja gönguna geta keypt sig inn á kökuhlaðborðið á staðnum og þegar keppnisgögn eru afhent,
Keppendur eru hvattir til að vera með vatn í beltisbrúsum eða bakpokum.
Keppnisgögn verða afhent á föstudeginum í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík og laugardeginum í Selárdal. Nánari upplýsingar um tímasetningar og dagskrá helgarinnar má nálgast á Facebookviðburði Strandagöngunnar og á vefsíðunni strandagangan.is..
Nú er um að gera að skrá sig sem fyrst því við munum af og til veita úrdráttarverðlaun meðal skráðra keppenda. Verðlaunin verða afhent með keppnisgögnum.
Sunnudagur 9. mars
Sunnudaginn 9. mars kl 13 munum við bjóða upp á fjörugan leikjadag fyrir börn og unglinga á skíðasvæðinu okkar í Selárdal. Okkur finnst æðislega gaman að leika okkur og kunnum fullt af skemmtilegum leikjum.
Skráningargjald á leikjadag 2.000 kr.
Á sunnudeginum kl 13 mun aldurshöfðinginn okkar Rósmundur Númason leiða áhugasama í skemmtilega skíðaferð inn Selárdalinn en Rósi ólst upp á Gilsstöðum í Selárdal og þekkir því svæðið manna best.
Skráningargjald í skíðaferð 2.000 kr.
Í hádeginu á sunnudeginum verður í boði að kaupa kjötsúpu á aðeins 2.500 kr, og rennur sú fjárhæð beint í kaup á skíðaskotfimibúnaði.