Skráning: Stórmót ÍR 2021 English


Stórmót ÍR 2021 fer fram í Laugardalshöll dagana 20. og 21. mars. Mótið var fyrst haldið árið 1997 og verður þetta í 25. sinn sem Stórmótið er haldið. Boðið er upp á keppni í flokkum frá 8 ára og yngri upp í fullorðinsflokk í fjölmörgum greinum svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Nánari upplýsingar um keppnistilhögun og fleira er að finna á http://ir.is/stormot/.

Þátttökugjöld eru eftirfarandi

  • 5.500 kr fyrir 10 ára og yngri
  • 7.200 kr fyrir 11-12 ára
  • 4.100 + 1100 kr fyrir hverja grein fyrir 13 til 15 ára
  • 4.100 + 1550 kr fyrir hverja grein hjá 16 ára og eldri

60% afsláttur af þátttökugjaldinu ef skráð er fyrir miðnætti 15. mars.
40% afsláttur af þátttökugjaldinu ef skráð er fyrir miðnætti 17. mars.

Hægt er að afskrá keppendur til kl. 22.00 fimmtudaginn 18. mars. Afskráningar sendist á irfrjalsar@gmail.com, setjið “Afskráning – Fullt nafn keppanda og félag” í efni (e.subject) póstsins og upplýsingar um reikningsnúmer og kennitölu ef greitt var með öðru en kreditkorti. Í öllum tilvikum verður að hámarki endurgreiddur 40% hlutur í fullu skráningargjaldi.

Sé keppandi þegar skráður er hægt að óska eftir að bæta við greinum með því að senda póst á irfrjalsar@gmail.com, setjið “Viðbótarskráning – Fullt nafn keppanda og félag” í efni (e.subject) póstsins. Í póstinum þarf að koma fram hvaða greinum á að bæta við.

Viðburður haldinn af:
Frjálsíþróttadeild Í.R.
kt. 421288-2599
Skógarseli 12
109 Reykjavík
irfrjalsar@gmail.com

Sjáðu hverjir eru búnir að skrá sig

Búið að loka fyrir forskráningu