Stjörnuhlaup Sport24
Skilmálar
I. REGLUR
- Skilmálar varðandi skráningar, endurgreiðslur o.þ.h. má finna á skráningarsíðu hlaupsins. Með skráningu í hlaupið samþykkja þátttakendur skilmála hlaupsins og skuldbinda sig til að lúta reglum þess. Þátttakendur skulu fara eftir þeim leiðbeiningum sem starfsmenn hlaupsins leggja til, þ.m.t. tilmæli um fatnað og búnað
- Stranglega bannað er að henda frá sér rusli, fatnaði eða
búnaði á leiðinni. Hlauparar verða að vera með sín eigin glös eða brúsa
til að nota á
drykkjarstöðvum. Ekki er boðið upp á einnota pappaglös á drykkjarstöðvum. - Þátttakendur skulu hafa hlaupanúmer sýnilegt framan á sér í mittishæð til þess að auðvelda og flýta skráningu.
- Sá sem skráir sjálfan sig og aðra í mótið samþykkir að veita mótshaldara heimild til að nota skráningarupplýsingar, með þeim fyrirvara að skráning eða notkun upplýsinganna sé eðlilegur þáttur í starfsemi mótshaldara. Hér er átt við birtingu úrslita, almennar póstsendingar, tölvupóst og upplýsingar á heimasíðu.
- Óheimilt er að þiggja utanaðkomandi aðstoð einhvers sem ekki er skráður þátttakandi í hlaupið, nema í neyðartilvikum. Það er á ábyrgð hvers þátttakanda að neita utanaðkomandi aðstoð nema um neyðartilvik sé að ræða. Það er á ábyrgð hvers þátttakanda að hlaupa ekki með utanaðkomandi hlaupara (héra). Þátttakendur mega aðstoða aðra þátttakendur með öryggi sitt og annarra í huga.
II. GREIÐSLUSKILMÁLAR
- Í skráningarferli er reiknivél sem birtir verð í íslenskum krónum.
- Heildarfjárhæð þátttökugjalds sem reiknivélin gefur upp er endanlegt verð.
- Þátttökugjöld fást ekki endurgreidd.
- Ekki er hægt að geyma þátttökugjöld fram á næsta ár.
- Ef mótið fer ekki fram vegna ófyrirsjáanlegra atburða, svo sem náttúruhamfara, veðurs o.s.frv., munu greidd þátttökugjöld í hlaupin ekki verða endurgreidd.
- Greiðsla fer í gegnum rekstraraðila Netskráning.is, Tímataka ehf. kt. 560318-0730.
- Hafa
skal samband við Tímataka ehf í netfangið timataka@timataka.net
varðandi mál er lúta að greiðslum og endurgreiðslubeiðnum. Afgreiðsla
slíkra beiðna getur tekið allt að tvær vikur yfir hásumarið vegna anna
við mótshald.