Stjörnuhlaup Sport24


Keppnishaldari

Hlaupahópur Stjörnunnar
Kt. 611175-0199
Agnar Jón
Símanr.: 896 8519
hlaupahopur@stjarnan.is

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning

Stjörnuhlaup Sport24 – laugardaginn 17. maí 2025

Stjörnuhlaupið í Garðabæ heitir nú Stjörnuhlaup Sport24 þar sem íþróttaverslunin Sport24 er nýr styrktaraðili þess. Hlaupið hefur verið árlegur viðburður í Garðabæ síðan 2012 sem sameinar keppnisanda, gleði, hreyfingu og útivist. Hlaupahópur Stjörnunnar er framkvæmdaraðili hlaupsins. 


Boðið er upp á þrjár vegalengdir sem henta bæði byrjendum og reyndari hlaupurum og liggja allar hlaupaleiðirnar um fallega stíga Garðabæjar megin í Heiðmörk í einstöku landslagi og umhverfi. Stjörnuhlaup Sport24 er almenningshlaup og fyrir alla sem vilja hreyfa sig og njóta fallegrar náttúru í leiðinni.


Þátttökugjald:

   11 km 5.500. Þátttökugjald hækkar í 6.500 eftir 10. maí

   17 km 6.000. Þátttökugjald hækkar í 7.000 eftir 10. maí - NÝ LEIÐ!

   22 km 6.500. Þátttökugjald hækkar í 7.500 eftir 10. maí

 

 Um hlaupið:

      Dagsetning og tími: Laugardaginn 17. maí 2025 kl. 10:00.
 Staðsetning: öll hlaup byrja og enda við íþróttahúsið Miðgarð í Garðabæ.
 Hlaupið er utanvegahlaup í Heiðmörk.
 17 km og 22 km veita ITRA stig.


 Afhending gagna:

     Föstudaginn   16. maí frá kl. 16:00 - 18:00 í verslun Sport24, Miðhrauni Garðabæ.
Laugardaginn 17. maí frá kl.   8:00 -   9:00 í íþróttahúsinu Miðgarði í Garðabæ.


Hlaupaleiðir:

   Myndband af hlaupaleiðum og nýju 17km leiðinni

   11 km (Garmin) / 22 km (2 hringir) 

   17 km (Garmin) 

Aðstaða við íþróttahúsið Miðgarð:

Aðstaða fyrir þátttakendur er eins góð og best verður á kosið. Gott aðgengi að salernum, örugg geymsla fyrir verðmæti á meðan hlaupið stendur, upphitun fyrir hlaup og teygjur eftir hlaup við kjöraðstæður. Næg bílastæði eru við Miðgarð. Fyrir þá sem kjósa, er einnig hægt að skola af sér eftir hlaup. Að loknu hlaupi er boðið upp á veitingar fyrir þátttakendur við kjöraðstæður.

Drykkjarstöðvar:

  • Drykkjarstöð er á leiðinni við nýja skátaheimilið í Heiðmörk (tæpir 6 km frá Miðgarði).
  • Önnur drykkjarstöð er við gaflinn að austanverðu við Miðgarð á 22 km vegalengdinni, þegar hlauparar eru hálfnaðir.
  • Á 17 km vegalengdinni koma hlauparar aftur að drykkjarstöðinni við skátaheimilið.

Hlaupaleiðir 11 km og 22 km:

22 km brautin eru viðurkennd af ITRA og hlauparar sem klára innan 3 klst fá ITRA stig fyrir hlaupin, sem meðal annars gilda fyrir Laugavegshlaupið.

Rás- og endamark er við íþróttahúsið Miðgarð, sem stendur við golfvöllinn í Vetrarmýrinni. Hlaupaleiðin liggur í landi Vífilsstaða og Heiðmörk og m.a. um útivistarskógana í Smalaholti og Sandahlíð. Brautin er í hækkunarferli um hóla og hæðir fyrstu 5,5 km, með hæsta punkt í 150 m hæð frá Miðgarði. Hæsti punkturinn er í hlíðinni ofan við nýja skátaheimilið. Leiðin þaðan er nánast öll niður á við og skörp og löng lækkun er niður nýja stíginn að Vífilsstaðavatni. Samanlögð hækkun brautarinnar á 11 km er um 200 m.

Ný hlaupaleið 17 km:

Nýja 17 km leiðin er einnig viðurkennd af ITRA og liggur líka að nýja skátaheimilinu Vífilsbúð í Heiðmörk á sömu braut/leið eins og 11 km og 22 km brautirnar. Í stað þess að beygja til hægri við skátaheimilið í átt að Vífilsstaðavatni, er farið til vinstri inn á nýjan stíg við skátaheimilið og hlaupið suður-austur að Heiðmerkurvegi og meðfram honum, og komið efst inn á göngustíginn við Vífilsstaðahlíð þar sem nýju bílastæðin eru. Hlaupið er niður eftir og meðfram Vífilsstaðahlíð og beygt til hægri upp grófa malarbrekku í átt að skátaheimilinu aftur þar sem vatnsstöðin er. Þar sameinast 17 km leiðin aftur við 11 km leiðina þegar beygt er til vinstri í átt að Vífilsstaðavatni á leið í Miðgarð. Þessi nýi hringur eða „hjartað“ á mynd, er 6 km að drykkjar stöðinni aftur. Heildarhækkun er 330 metrar. 

Nafnabreytingar:

Mögulegt er gera nafnabreytingu fram á föstududag 16. maí fyrir kl. 16:00. 

Stígar, undirlag og verndun umhverfis:

Undirlag allra stíga á öllum vegalengdum er ekki torfært, heldur þjappaðir moldarstígar eins og eru víðast hvar í Heiðmörk, hestastígar að hluta og góðir malarstígar.

Framkvæmdaraðili (Hlaupahópur Stjörnunnar) biður þátttakendur að skilja ekkert eftir sig eins og umbúðir og annað í brautinni. Hægt er að losa sig við það á drykkjarstöðinni við skátaheimilið/drykkjar stöð í Heiðmörk eða á marksvæðinu.

Fyrirvari:

Skráðir hlauparar sem taka þátt í Stjörnuhlaupi Sport24 eru alfarið á eigin ábyrgð og börn eru á ábyrgð foreldra. Framkvæmdaraðili hlaupsins Hlaupahópur Stjörnunnar (Stjarnan), getur á engan hátt verið ábyrgur fyrir skaða sem skráðir hlauparar hugsanlega verða fyrir eða valda öðrum meðan á þátttöku í hlaupinu stendur. Jafnframt áskilur framkvæmdaraðili sér rétt til að breyta leiðum ef öryggi þátttakenda er ógnað og ef ómöguleiki er til staðar. Með skráningu í þennan viðburð staðfestir þátttakandi skilning á þessu og samþykkir þennan skilmála ásamt öðrum almennum skilmálum hér á síðunni.

      

Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

17.05.2025