Stelpuhringur Akureyrardætra og Útisport 2022


Keppnishaldari

Akureyrardætur
Kt. 281267-5319

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning
Stelpuhringur Akureyrardætra í samstarfi við Útisport
Hjólaviðburður sem haldin er fyrst og fremst sem hjólaskemmtun fyrir konur, markmiðið er að fá konur til að taka þátt og skemmta sér saman hvort sem þær ætla að keppast við aðrar konur, sjálfa sig eða tímann.

Keppnisgjald er 4500 krónur, innifalið í verði er drykkur, súpa, brauð og kaffi eftir keppni, frítt í sundlaugina á Hrafnagil í boði Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar eftir verðaunaafhendingu. Fulltaf útdráttarvinningum og einnig fá allir þátttakendur gjafapoka.

Hjólaður verður innri Eyjafjarðarhringurinn, 31.8 km, ræsing er frá Brúnum í suður og hjólað er inn að austan. Á leiðinni er 5,7 km malarkafli og vert er að minna keppendur að fara varlega þar yfir, en aðstoðarmaður verður þar ef það springur dekk eða þörf er á aðstoð við annað.

Flokkar eru:
  • Götuhjól
  • Rafmagnshjól

Tímasetningar: (með fyrirvara um breytingar)
  • Kl. 17:00 - Afhending númera til 17:30 (Brúnir)
  • Kl. 18:00 - Ræsing við Brúnir
  • Kl. 19:00 - Veitingar í boði fyrir keppendur
  • Kl. 20:00 - Verðlaunaafhending
  • Kl. 20:30 - Sundlaugin opnar fyrir keppendur

Til að staðfesta þátttöku þarf að greiða keppnisgjaldið
Greiðsluupplýsingar:
565-14-405004
Kt. 281267-5319
4.500 kr

Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

09.08.2022