Snæfellsjökulhlaupið
Kt. 510122-0380
Sigrún Ólafsdóttir, Ingunn Ýr Angantýs
Símanr.: 894 2446, 8587670
sjhlaup@gmail.com
Snæfellsjökulshlaupið verður haldið 21. júní n.k og verður þetta í fjórtánda skiptið sem hlaupið er haldið.
Hlaupaleiðin
Hlaupaleiðin er um 22 km og er stór hluti hennar malarvegur. Fyrstu 8 km þarf að hlaupa upp í móti í c.a. 700 – 750 m hækkun. Eftir það fer hlaupaleiðin að lækka þar til komið er til Ólafsvíkur. Hlauparar eiga von á að þurfa kljást við snjó og drullu frá 1 km til 7 km af leiðinni, það eftir því hvað veturinn hefur verið snjóþungur. Hlauparar fá á leiðinni að upplifa einstaka náttúrufegurð og að öllu ógleymdu allri þeirri orku sem Snæfellsjökull býr yfir.
Tvær drykkjarstöðvar verða á leiðinni á c.a. 5 km millibili sem Björgunarsveitin Lífsbjörg mun sjá um.
Á Arnarstapa verður bíll þar sem hlauparar hafa kost á að skilja eftir auka hluti og fatnað sem verður afhendur í Íþróttahúsinu í Ólafsvík. Einnig verður tekið við fatnaði við drykkjarstöðvarnar ef þess þarf. Allur fatnaður og búnaður verður afhentur í Sjómannagarðinum að hlaupi loknu.
Staður og tímasetning
Skráningargjald
Þátttökugjald í skráningu er 8.000 kr. Hægt er að afskrá sig og fá endurgreiðslu þar til 10 dögum fyrir mót, eftir það er þátttökugjald ekki endurgreitt. Skráning fer fram hér á netskraning.is. Opið er fyrir skráningu til kl. 24:00 sunnudaginn 15. júní. Ekki verður hægt að skrá sig á staðnum.
Aldursflokkar
Verðlaun
Verðlaun verða veitt fyrir bestu tímanna í hverjum flokki og einnig verður fjöldi útdráttarverðlauna.
Gagnaafhending
Verður frá 15-18 í Sportvörum (Dalvegi 32A í Kópavogi) miðvikudaginn 18 júní. Einnig verður hægt að nálgast gögnin á hlaupdegi bæði í íþróttahúsinu Ólafsvík áður farið er í rútu og á Arnarstapa Arnarbæ þar sem hlaupið verður ræst.
Nánari upplýsingar
Ingunn Ýr Angantýsdóttir s:858 7670 og netfangið sjhlaup@gmail.com
Sigrún Ólafsdóttir s:8942446 og netfangið sjhlaup@gmail.com