Skúli Craft Bar hlaupið


Keppnishaldari

Skúli Craft Bar (Sóley Minerals ehf)
Kt. 710811-1050
Björn Árnason
bjorn@skulicraftbar.is

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning

Söluvarningur
Skúli Craft Bar hlaupið
Skúli Craft Bar heldur 4. árið í röð 10km keppnishlaup 6. júlí kl. 11:00.

Hlaupaleið og tímataka
Hlaupaleiðin er 10 km skemmtileg leið, sjá kort neðst á þessari síðu. Rásmark og endastöð verður við Kirkjustræti og er mæting hjá Skúla Craft Bar, Aðalstræti 9.
Hlaupið er ræst af stað klukkan 11:00.
Tímataka verður með flögum og verður verðlaunaafhending fyrir efstu 3 sætin í karla og kvennaflokki. Skráðir keppendur fá frían bjór eftir hlaupið.

Skráning og afhending gagna
Skráning í hlaupið er hér á netskraning.is og verður skráning opin til kl. 24 föstudaginn 5. júlí.
Skráningargjald er 5.500 kr og er 20 ára aldurstakmark í hlaupið.
Hægt verður að skrá sig á keppnisdag en þarf þá að mæta tímalega og er þá skráningargjaldið 6.000kr.

Afhending gagna er á Skúla Craft Bar föstudaginn 5. júlí frá 12-17 og svo laugardaginn 6. júli frá klukkan 10.


Nánari upplýsingar
Björn Árnason, Skúli Craft Bar, netfang: bjorn@skulicraftbar.is

Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

06.07.2024