Skíðaskotfimi: Strandagangan 2026


Keppnishaldari

Skíðafélag Strandamanna
Kt. 510100-2120
skidafelagstrandamanna@gmail.com

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning

Skíðaskotfimimót 8. mars 2026

Skíðaskotfimi er íþrótt sem blandar saman skíðagöngu og skotfimi. Keppt verður 8. mars, daginn eftir Strandagönguna. Þetta er samstarfsverkefni Skíðasambands Íslands og Skíðafélags Strandamanna til kynningar á íþróttinni. 

Gengnir verða 3 x 2,5 km hringir og skotið tvisvar á skotmörk með skíðaskotfimirifflum, fyrst liggjandi og síðan í standandi stöðu. 11-15 ára ganga styttri vegalengdir. Á skotsvæðunum er skotið fimm skotum í senn en fyrir hvert feilskot þarf að fara einn refsihring. Refsihringur er stuttur hringur til hliðar við brautina. Sá keppandi sigrar sem lýkur keppni með stystan heildartíma.

Aldursflokkar í karla- og kvennaflokki:
11-13 ára (2014-2013) laser rifflar
14-15 ára (2012-2011)
16-35 ára (2010-1990) .22 kalibera rifflar
36 ára og eldri (1989+) .22 kalibera rifflar

5.000 kr fyrir 11-15 ára.
10.000 kr fyrir 16 ára og eldri.

Skráningu lýkur kl 23:00 laugardaginn 8. mars.

Í hádeginu á sunnudeginum verður í boði að kaupa kjötsúpu á aðeins 3.000 kr, og rennur sú fjárhæð beint í styrktarsjóð Skíðafélags Strandamanna.

Þeir sem skrá sig í Strandagönguna og skíðaskotfimimót fá frítt á leikjadag SFS eða í skíðaferð með Rósmundi. Til þess að fá frítt á leikjadag eða skíðaferð þarf að senda tölvupóst á skidafelagstrandamanna@gmail.com með upplýsingum um þátttakanda.
Upplýsingar um keppanda

Keppnisgreinar

08.03.2026