Skíðaskotfimi: Skálafell 2025


Keppnishaldari

Skíðasamband Íslands
Kt. 590269-1829
Einar Ólafsson
Símanr.: 696 3699
arkiteo@arkiteo.is

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning

Skíðaskotfimimót 23. mars 2025

Gengnir verða 3 hringir í fullorðinsflokki og skotið tvisvar á skotmörk með skíðaskotfimirifflum, bæði skiptin liggjandi. 11-15 ára ganga styttri vegalengdir. Á skotsvæðunum er skotið fimm skotum í senn en fyrir hvert feilskot þarf að fara einn refsihring sem er rúmir 100 metrar fyrir fullorðna en styttri fyrir yngri keppendur. Sá keppandi sigrar sem lýkur keppni með stystan heildartíma.

Athugið að notast er við Prochip tímatökuflögur í mótinu. Keppendur þurfa sjálfir að leigja flögur fyrir mótið.
Þeir sem ekki eru nú þegar með flögur geta pantað inn á netskraning.is/flogur


Aldursflokkar í karla- og kvennaflokki:
11-15 ára laser rifflar
16-35 ára .22 kalibera rifflar
36 ára og eldri .22 kalibera rifflar

4.000 kr fyrir 11-15 ára.
9.000 kr fyrir 16 ára og eldri.

Allar umframtekjur mótsins fara í kaup á búnaði fyrir skíðaskotfimina

Innifalið:
Allur undirbúningur, notkun rifflanna, kennsla, skot, verðlaun og hressing að keppni lokinni.

Dagskrá sunnudaginn 23.mars
8:00: Skráning í keppnina lokar
8:00 - 9:45: Afhending keppnisnúmera, brautarskoðun og skotæfingar.
9:45 Braut lokuð
10:00: 16 ára og eldri karlar og konur
10:45: 11 - 15 ára drengir og stúlkur
Um leið og keppninni lýkur: Verðlaunaafhending

*Allar tímasetningar geta breyst út frá veðri, þátttökufjölda eða öðru.

Frekari upplysingar:
Hafið samband við Einar í síma 696 3699 eða á netfangið arkiteo@arkiteo.is.

Vinsamlegast fylgist vel með á viðburðasíðu á Facebook.
Upplýsingar um keppanda

Keppnisgreinar

23.03.2025