Skráning: Silfurleikar ÍR 2019


Silfurleikar ÍR 2019 fara fram í Laugardalshöll 23. nóvember. Mótið var fyrst haldið árið 1996 og hét þá Haustleikar ÍR. Nafninu var breytt árið 2006 til að minnast þess að 50 ár voru þá liðin frá því að ÍR-ingurinn Vilhjálmur Einarsson fékk silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourn í Ástralíu. Með Silfurleikum vilja ÍR-ingar minnast þessa mikla afreks og þrístökk skipar þar veglegan sess eins og vera ber. Silfurleikar ÍR eru fyrir 17 ára og yngri. 10 ára og yngri keppa í fjölþraut barna en þeir eldri í hefðbundnum frjálsíþróttagreinum.
Allar nánari upplýsingar inn á vef ÍR, ir.is/silfurleikar

Þátttökugjöld
12 ára og yngri – 3.000 kr. Tvöfalt skráningargjald ef skráð er eftir kl. 23:59 þriðjudaginn 19. nóvember.

13 ára og eldri – 2.000 kr + 500 krónur fyrir hverja grein en að hámarki 4.000 kr. Tvöfalt skráningargjald ef skráð er eftir kl. 23:59 þriðjudaginn 19. nóvember.

Hægt er að afskrá keppendur til kl. 22.00 fimmtudaginn 21. nóvember. Afskráningar sendist á irfrjalsar@gmail.com, setjið “Afskráning – Fullt nafn keppanda” í efni (e.subject) póstsins og upplýsingar um reikningsnúmer og kennitölu ef greitt var með öðru en kreditkorti. Ef um er að ræða afskráningar hjá þeim sem eru skráðir eftir 19. nóvember fæst aðeins helmingur skráningagjaldsins endurgreiddur.

Viðburður haldinn af:
Frjálsíþróttadeild Í.R.
kt. 421288-2599
Skógarseli 12
109 Reykjavík
irfrjalsar@gmail.com

Sjáðu hverjir eru búnir að skrá sig

Búið að loka fyrir forskráningu