Rauðavatn Ultra


Keppnishaldari

UltraForm ehf.
Kt. 560320-1160
Maríubaugi 103
113 Reykjavík
ultraform@ultraform.is

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning
Rauðavatn Ultra
Rauðavatn Ultra er nýtt hlaup sem haldið verður í fyrsta sinn laugardaginn 9. ágúst 2025. Hlaupið er 90 % götuhlaup og 10 % utanvegahlaup. Hlaupið er Íslandsmeistaramót í 100 km hlaupi og samhliða því er keppt í 3/6/12 og 24 klst hlaupum.

Vegalengdir

Keppt er í 3/6/12 og 24 klst hlaupi þar sem reynt er að hlaupa eins marga hringi og fólk getur á þeim tímaramma og eins er keppt í 100 km hlaupi þar sem hlauparar hlaupa 100 km hringinn í kringum Rauðavatn = 32 hringir. Athugið að tímamörk eru í 100km hlaupi:16 klst

Nafnabreytingar og endurgreiðsla

Endurgreiðsla er í boði til 31.júlí
Nafnabreyting er í boði til  miðvikudags 6. ágúst - senda póst á ultraform@ultraform.is. (nöfn, kennitölur, töluvupósta og símanúmer á kaupanda og seljanda).
Ekki hægt að nafnabreyta frá og með 7.ágúst

Hlaupanúmerin verða afhent Sportvörum 2-3 dögum fyrir hlaup (nánari dagsetning kemur fljótlega) og á Rauðavatni frá 8:00 á hlaupdag.

Staðsetning og tímasetning

Hlaupið verður ræst hjá Rauðavatni í Reykjavík (fyrir neðan Morgunblaðshúsið).

Rástímar verða sennilega (ekki kominn endanlegur tími), en nákvæmari tímasetningar verða tilkynntar síðar:

  • Ræsing 09:00 =100 km / 12 klst og 24 klst 
  • Ræsing 12:00 = 3 klst og 6 klst

Drykkjarstöðvar

Ein drykkjarstöð verður á Rauðavatni þar sem hlaupið byrjar og þar verðurr einnig hvíldarstöð aðeins neðar nær vatninu. 

Leiðarlýsing

Hlaupin er Rauðavatnshringurinn sem telur ca. 3.10 km og hann er hlaupin gegnum allt hlaupið.
Athugið að hlaupið byrjar og endar ekki á sama stað fyrir 100 km en í 3/6/12 og 24 klst verða merkingar í braut þar sem hlauparar enda þegar hlaupið er blásið af.






Upplýsingar um keppanda

Keppnisgreinar

09.08.2025