Rauðavatn Ultra 3-6-12-24 klst og 100km


Keppnishaldari

UltraForm ehf.
Kt. 560320-1160
Maríubaugi 103
113 Reykjavík
ultraform@ultraform.is

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning

Rauðavatn Ultra 3-6-12-24 klst og 100km

Rauðavatn Ultra er nýtt hlaup sem haldið verður í fyrsta sinn laugardaginn 9. ágúst 2025. Hlaupið er 90 % götuhlaup og 10 % utanvegahlaup. Hlaupið er Íslandsmeistaramót í 100 km hlaupi og samhliða því er keppt í 3/6/12 og 24 klst hlaupum.

Vegalengdir

Keppt er í 3/6/12 og 24 klst hlaupi þar sem reynt er að hlaupa eins marga hringi í kringum Rauðavatn (3,14km) og fólk getur á þeim tímaramma. Eins er keppt í 100 km hlaupi þar sem hlauparar hlaupa 100 km hringinn í kringum Rauðavatn = 32 hringir. Athugið að tímamörk eru í 100km hlaupi = 15 klst.

Rástímar verða eftirfarandi:

  • Ræsing 09:00 = 100 km / 12 klst og 24 klst 
  • Ræsing 12:00 = 3 klst og 6 klst
  • ATH: 100 km ræsa 09:00 inní braut til að klára á réttum stað eftir 100 km

 

Reglur fyrir mismunandi vegalengdir

Allar vegalengdir = Það verður drykkjastöð í tjaldi við veginn, hún verður opin öllum hlaupurum í hverjum hring. Sjá nánar hvað verður í boði neðar á síðunni.   Enginn hlaupari má hafa/fá einstakling sem ekki er skráður í keppnina til að hlaupa með sér (héra/pace-a) sig í keppninni.

-      3 og 6 klst = Engin aðstoð leyfð á drykkjarstöð né í braut, ekki í boði að vera með auka búnað/tösku. Hlaupa með allt sem þarf á sér t.d. í hlaupavesti

     12 klst = Einn aðstoðarmaður leyfður eftir 6 klst (15:00) og þá bara á drykkjarstöð (engin aðstoð í brautinni). Hlaupari má taka með sér auka skó og einn bakpoka fyrir næringu/auka búnað. Það verður auka borð í tjaldinu meðfram veginum einungis fyrir 12 klst hlaupara og á því má hafa lítið box t.d. 20x20cm og geyma auka næringu (merkja þarf boxið með nafni og hlaupanúmeri). Bakpokar gleymdir á gólfinu, fer allt eftir hversu mikið pláss verður í tjaldinu. Það verður hægt að fá hamborgara kl. 14-15 og Saffran kemur með vefjur og spjót um kl 19

-      24 klst = Einn aðstoðarmaður leyfður strax frá byrjun (engin aðstoð í brautinni) og ef það er ekki of mikil umferð á drykkarstöð þá má annan aðstoðarmann eftir 12 klst (21:00). Hér má hlaupari taka með sér auka skó og eina handfarangurstösku sem geymir næringu, drykk, fatnað / auka búnað. Það verður auka borð í tjaldinu meðfram veginum einungis fyrir 24 klst hlaupara og á því má hafa lítið box t.d. 20x20cm og geyma auka næringu. Handfarangurstöskurnar verða gleymdir á gólfinu, fer allt eftir hversu mikið pláss verður í tjaldinu. Það verður hægt að fá hamborgara kl. 14-15 og Saffran kemur með vefjur og spjót um kl 19

      100 km = Engin aðstoðarmaður leyfður og engin aðstoð í brautinni. Hlaupari má taka með sér auka skó og einn bakpoka fyrir næringu/auka búnað. Það verður auka borð í tjaldinu meðfram veginum einungis fyrir 100km klst hlaupara og á því má hafa lítið box t.d. 20x20cm og geyma auka næringu (merkja þarf boxið með nafni og hlaupanúmeri). Bakpokar gleymdir á gólfinu, fer allt eftir hversu mikið pláss verður í tjaldinu. Það verður hægt að fá hamborgara kl. 14-15 og Saffran kemur með vefjur og spjót um kl 19. Tímamörk í 100km eru 15 klst sem er 8:24 pace ef reiknað með að hlaupa í 14 klst og hvíla í 1klst í heild. Hlaupið klárast á miðnætti á laugardag. Eftir 15klst verða allir stoppaðir af

 

Stopp eftir 3-6-12 og 24 klst

Þegar hlaupið verður flautað af í hverri vegalengd (notum einhverskonar kallkerfi/flautu til að stoppa alla) þá taka hlauparar númerið af sér, setja í zip-lock poka (fá hann við afhendingu gagna) og leggja á jörðina þar sem meir stoppa og setja stein eða möl ofaná pokann sem Helgi tímatökumaður kemur svo og sækir.

Tímamörk í 100km eru 15 klst sem er 8:24 pace ef reiknað með að hlaupa í 14 klst og hvíla í 1klst í heild. Hlaupið klárast á miðnætti á laugardag. Eftir 15klst verða allir stoppaðir af


Nafnabreytingar og endurgreiðsla

Endurgreiðsla er í boði til 31.júlí

Nafnabreyting er í boði fram að hlaupi, hlaupari framkvæmir hana sjálfur undir mín skráning á þessarri síðu


Afhending hlaupanúmera

Hlaupanúmerin verða afhent Sportvörum 2-3 dögum fyrir hlaup (nánari dagsetning kemur fljótlega) og á Rauðavatni frá 8:00 á hlaupdag.

 

Staðsetning og tímasetning

Hlaupið verður ræst hjá Rauðavatni í Reykjavík (fyrir neðan Morgunblaðshúsið).

Drykkjarstöðvar

Ein drykkjarstöð verður á Rauðavatni þar sem hlaupið byrjar og verður sú stöð inní stóru tjaldi, fólk hleypur gegnum/framhjá þeirri stöð í hverjum hring og ræður hvort það stoppar til að næra sig í hverjum hring eða sjaldnar. Boðið verður uppá: vatn, orkudrykk, sykrað gos/magic, okustykki, ávexti (banana og epli) og sennilega osta, salami og fleira.

ATH: Einhverjar stærri máltíðir verða í boði fyrir 12-24 klst yfir keppnina (sennilega ca. 14:00 og 19:00 hamborgarar og vefjur og spjót frá Saffran)

Leiðarlýsing

Hlaupin er Rauðavatnshringurinn sem telur ca. 3.14 km og hann er hlaupin gegnum allt hlaupið.

Athugið að hlaupið byrjar og endar ekki á sama stað fyrir 100 km en í 3/6/12 og 24 klst verða merkingar í braut þar sem hlauparar enda þegar hlaupið er blásið af.


 




Upplýsingar um keppanda

Keppnisgreinar

09.08.2025