UltraForm ehf.
Kt. 560320-1160
Maríubaugi 103
113 Reykjavík
Sigurjón Ernir Sturluson og Símona Varei
Símanr.: Sigurjón 6621352 / Símona: 846 7657
ultraform@ultraform.is
Rauðavatn Ultra verður haldið í annað sinn föstudaginn og laugardaginn 7-8. ágúst 2026. Hlaupið er 90 % götuhlaup og 10 % utanvegahlaup. Hlaupið er Íslandsmeistaramót í 100 km hlaupi og samhliða því er keppt í 21,1 km / 42,2 km og 24 klst hlaupum.
Vegalengdir
Keppt er í 21,1km / 42,2km / 100 km og 24 klst hlaupi þar sem reynt er að hlaupa eins marga hringi í kringum Rauðavatn (3,14km) og fólk getur á þeim tímaramma. Eins er keppt í 100 km hlaupi þar sem hlauparar hlaupa 100 km hringinn í kringum Rauðavatn = 32 hringir. Athugið að tímamörk eru í 100km hlaupi = 15 klst.
Rástímar verða eftirfarandi:
Reglur fyrir mismunandi vegalengdir
Allar vegalengdir = Það verður drykkjastöð í tjaldi við veginn, hún verður opin öllum hlaupurum í hverjum hring. Sjá nánar hvað verður í boði neðar á síðunni. Enginn hlaupari má hafa/fá einstakling sem ekki er skráður í keppnina til að hlaupa með sér (héra/pace-a) sig í keppninni.
- 24 klst = Einn aðstoðarmaður leyfður strax frá byrjun (engin aðstoð í brautinni) og ef það er ekki of mikil umferð á drykkarstöð þá má annan aðstoðarmann eftir 12 klst (21:00). Hér má hlaupari taka með sér auka skó og eina handfarangurstösku sem geymir næringu, drykk, fatnað / auka búnað. Það verður auka borð í tjaldinu meðfram veginum einungis fyrir 24 klst hlaupara og á því má hafa lítið box t.d. 20x20cm og geyma auka næringu. Handfarangurstöskurnar verða gleymdir á gólfinu, fer allt eftir hversu mikið pláss verður í tjaldinu. Það verður hægt að fá hamborgara kl. 14-15 og Saffran kemur með vefjur og spjót um kl 19
100 km = Einn aðstoðarmaður leyfður strax frá byrjun (engin aðstoð í brautinni) . Hlaupari má taka með sér auka skó og einn bakpoka fyrir næringu/auka búnað. Það verður auka borð í tjaldinu meðfram veginum einungis fyrir 100km klst hlaupara og á því má hafa lítið box t.d. 20x20cm og geyma auka næringu (merkja þarf boxið með nafni og hlaupanúmeri). Bakpokar gleymdir á gólfinu, fer allt eftir hversu mikið pláss verður í tjaldinu.
42,2 km = Einn aðstoðarmaður leyfður (engin aðstoð í brautinni) . Hlaupari má taka með sér lítið box fyrir eigin næringgu og drykk sem geymdur er á auka borði á/hjá drykkjarstöðinni.
Stopp eftir 24 klst
Þegar hlaupið verður flautað af í 24 klst vegalengdinni (notum einhverskonar kallkerfi/flautu til að stoppa alla) þá taka hlauparar númerið af sér, setja í zip-lock poka (fá hann við afhendingu gagna) og leggja á jörðina þar sem meir stoppa og setja stein eða möl ofaná pokann sem Helgi tímatökumaður kemur svo og sækir.Tímamörk í 100km eru 15 klst sem er 8:24 pace ef reiknað með að hlaupa í 14 klst og hvíla í 1klst í heild. Hlaupið klárast á miðnætti á laugardag. Eftir 15klst verða allir stoppaðir af
Nafnabreytingar og
endurgreiðsla
Endurgreiðsla er í boði til sunnudags 26.júlí
Nafnabreyting er í boði fram að hlaupi, hlaupari framkvæmir hana sjálfur undir mín skráning á þessarri síðu
Afhending
hlaupanúmera
Hlaupanúmerin verða afhent Sportvörum 2-3 dögum fyrir hlaup (nánari
dagsetning kemur fljótlega) og á Rauðavatni 1 klst fyrir start í hverri keppnisrein/vegalengd.
Staðsetning og tímasetning
Hlaupið verður ræst hjá Rauðavatni í Reykjavík (fyrir neðan Morgunblaðshúsið).
Drykkjarstöðvar
Ein drykkjarstöð verður á Rauðavatni þar sem hlaupið byrjar og verður sú stöð inní stóru tjaldi, fólk hleypur gegnum/framhjá þeirri stöð í hverjum hring og ræður hvort það stoppar til að næra sig í hverjum hring eða sjaldnar. Boðið verður uppá: vatn, orkudrykk, sykrað gos/magic, okustykki, ávexti (banana og epli).
ATH: Einhverjar stærri máltíðir verða í boði fyrir 100 km og 24 klst yfir keppnina reglulega yfir hlaupið.
Leiðarlýsing
Hlaupin er Rauðavatnshringurinn sem telur ca. 3.14 km og hann er hlaupin gegnum allt
hlaupið.
Athugið að hlaupið byrjar og endar ekki á sama stað fyrir 21,1 km / 42,2 km og 100 km en í 24 klst verður hlaupið blásið af eftir 24 klst og keppandi leggur þá númerið á jörðina og setur stein ofaná það