Skráning: Orkugangan 2019


Orkugangan fer fram á Reykjaheiði laugardaginn 13.apríl 2019. Gangan hefst við Þeistareykjavirkjun og endar við gönguskíðasvæðið Völsungs á Reykjarheiði.
Boðið verður upp á þrjár vegalengdir. 25. km ganga með hefðbundinni og frjálsri aðferð ásamt 10 km göngu með hefðbundinni aðferð og 2,5 km göngu fyrir yngstu iðkendur og byrjendur. Rásmark 25 km Orkugöngunnar er við Þeistareykjavirkjun.
Rásmark 10 km suðaustan við Höskuldsvatn.
Rásmar 2,5 km er á gönguskíðasvæði á Reykjaheiði.
Orkugangan gefur stig til Íslandsgöngu Skíðasambandsins.

Dagskrá:
Laugardagur 13. apríl
08:30: afhending mótsgagna hefst á svæði skíðagöngudeildar á Reykjaheiði.
09:45: Rúta leggur af stað frá svæði skíðagöngudeildar að rásmarki í 25- og 10 km göngum.
Rúturferð er innifalin í skráningargjaldi.

Rástímar: 25 km: kl. 11:00
10 km: kl. 11:00
2,5 km: fyrir 12 ára og yngri kl. 11:00
Verðlaunaafhending og kjötsúpa verða í sal í Dvalarheimilinu Hvammi frá kl. 15:00

Þátttökugjald: 25 km ganga – 7.000 kr
10 km ganga – 4.000 kr
2,5 km ganga – frítt

Sundlaug Húsavíkur er opin til kl.18:00. Þátttakendur fá frítt í sund.
Þá er öllum þátttekendum boðið í sjóböðin GEOSEA á Húsavík sem eru er opin til kl. 22:00.
Heimasíða sjóbaðana er: www.geosea.is


Aldursflokkar
25 km: 16-34 ára, 35-49 ára, 50- 59 ára og 60 ára og eldri hjá hvoru kyni
10 km og 2,5 km : Einn opinn flokkur hjá hvoru kyni

Flug:
Flugfélagið Ernir flýgur milli Reykjavíkur og Húsavíkur alla daga.
Sjá áætlun á www.ernir.is

Viðburður haldinn af:
Skíðagöngudeild Völsungs
kt. 710269-6379
Auðbrekku 3
640 Húsavík
Símanúmer: +354 660 8844 ( Kári Páll )
volsungur@volsungur.is

Sjáðu hverjir eru búnir að skrá sig

Búið að loka fyrir forskráningu