Buch-Orkugangan 2020

Íslenska English

Keppnishaldari

Skíðagöngudeild Völsungs
Kt. 710269-6379
Auðbrekku 3
640 Húsavík
Kári Páll
Símanr.: +354 660 8844
volsungur@volsungur.is

Skráðir þátttakendur
Buch-Orkugangan fer fram á Reykjaheiði laugardaginn 28. mars 2020.
Gangan hefst á Þeistareykjum og endar á gönguskíðasvæðinu á Reykjarheiði.
Boðið verður upp á þrjár vegalengdir 25 og 10 km göngu með hefðbundinni aðferð og 2,5 km göngu fyrir yngstu iðkendur og byrjendur.
Rásmark 25 km er á Þeistareykjum
Rásmark 10 km er suðaustan við Höskuldsvatn og 2,5 km er á gönguskíðasvæði á Reykjaheiði.

Buch-Orkugangan er skemmtileg ganga fyrir alla, á öllum aldri, bæði þá sem leitast eftir ánægjulegri útivist og félagsskap, og eins metnaðarfyllra keppnisfólki.

Allir eru velkomnir til Húsavíkur.

25km Buch-Orkugangan gefur stig til Íslandsgöngu Skíðasambandsins.

Dagskrá:
Föstudagurinn 27. mars
Afhending keppnisgagna hefst. Staðsetning og tími auglýst síðar.
Laugardagur 28. mars
Nánari upplýsingar síðar.
11:00: Allar vegalengdir ræstar af stað (25 km, 10 km og 2,5 km)
15:00: Verðlaunaafhending, útdráttarverðlaun, kjötsúpa og kaffihlaðborð. Staðsetning auglýst síðar.

Þátttökugjald:
25 km ganga – 7.000 kr til og með 23. mars, eftir það hækkar skráningargjald í 9.000 kr.
10 km ganga – 4.000 kr til og með 23. mars, eftir það hækkar skráningargjald í 6.000 kr.
2,5 km ganga – 1.000 kr.

Skráningu líkur 26. mars 2020.

Aldursflokkar
25 km: 16-34 ára, 35-49 ára, 50- 59 ára og 60 ára og eldri hjá hvoru kyni
10 km og 2,5 km : Einn opinn flokkur hjá hvoru kyni

Flug:
Flugfélagið Ernir flýgur milli Reykjavíkur og Húsavíkur alla daga.
Sjá áætlun á www.ernir.is
Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

25.01.2020