Nýárshlaup UltraForm

Íslenska English

Keppnishaldari

UltraForm ehf.
Kt. 560320-1160
Maríubaugi 103
113 Reykjavík
ultraform@ultraform.is

Skráðir þátttakendur

Skilmálar

Þín skráning

Nýárshlaup UltraForm er skemmtileg áskorun sem hugsuð er fyrir alla hlaupara þar sem hlaupin er 7,10 km hringur frá UltraForm (Gylfaflöt 10 í Grafarvogi) og keppendur stjórna hraða og ákefð í hverjum hring og eins hversu marga hringi þau taka eða allt að 6 hringi sem samsvarar 42,2 km. Hægt er að fara 7-14-21.1 - 28 - 35 eða 42,2 km. 

Leiðin verður merkt að hluta. Við hvetjum alla til að kynna sér leiðina og reiknum með að allir verði með leiðina í úrinu: https://connect.garmin.com/modern/course/324928629
ATH það verða engir brautaverðir en þarf 2x að fara yfir götuna - förum varlega

Hlaupaleið: 

Leiðin sem hlaupin er er rétt rúmir 7 km (7.1 km) þar sem hlaupið er á gangstíg hring í Grafarvoginum. Það eru tvö gatnamót sem þarf að fara yfir (eftir ca. 1.4 km og svo ca. 6 km) og þar biðjum við fólk um að fara varlega og taka mið að umferð. Nánari lýsing á hlaupahring má finna á facebook viðburði og kemur hér inn mjög fljótlega. Hlaupaleiðin verðum merkt í öllum beygjum en við hvetjum fólk til að skoða leiðina vel og hafa hana í úrinu til að fyrirbyggja rangar beygjur í hlaupinu.

Track til að setja í úrið:
- https://connect.garmin.com/modern/course/324928629

Tímataka og Drykkjarstöð: 

Hlaupið hefst klukkan 09:00  - allir ræsa á sama tíma. Hver hringur byrjar og endar í Gylfaflöt 10 þar sem Drykkjarstöð er aðgengileg fyrir hlaupara og þar getur fólk nært sig, fyllt á brúsa og hvílt sig smá fyrir næsta hring. Tímataka verður stillt á þá vegu að það er tekin tími á hlaupurum inní hvern hring, tími sem tekur að hlaupa hringinn og tími í pásu milli hringja. 


Gagnaafhending og start: 

Hægt er að sækja númer á föstudaginn 15:00-18:30 í Gylfaflöt 10 og eins á hlaupadag 8:00-08:40 (við hvetjum hlaupara til að sækja á föstudaginn svo ekki myndist mikil röð á hlaupadag og vera tímalega á hlaupadag). Við byrjum svo öll að hlaupa saman 09:00 og það verður í boði að hlaupa til 14:00. 


Næring og drykkir á drykkjarstöð: 

Á drykkjarstöð verður boðið uppá flottar veitingar á borð við orkudrykk, vatn, orkustykki, kaffi, kakó og meira til. 

Verðlaun:
Þar sem hlaupið er hugsað meira sem samæfing en keppnishlaup þá verða ekki verðlaun í þetta skiptið.
Upplýsingar um keppanda



Keppnisgreinar

04.01.2026