Að hlaupa Mývatnsmaraþon er einstök upplifun enda er hlaupaleiðin umhvafin fallegustu náttúruperlum landsins. Hamborgari og bjór bíða þín í markinu ásamt aðgöngumiða í Jarðböðin við Mývatn.
Mývatnsmaraþon er haldið árlega síðustu helgina í maí - hlauptu með okkur og slakaðu svo á í Jarðböðunum!
Vegalengd
Boðið er upp á þrjár vegalengdir í Mývatnsmaraþoni
42.4 km
21.1 km
10 km

Athugið að aldurstakmörk eru í vegalengdir Mývatnsmaraþonsins.
Maraþon 42.2 km er fyrir 18 ára og eldri.
Hálfmaraþon 21,1 km er fyrir fimmtán ára og eldri.
10 km hlaup er ætlað fyrir 12 ára og eldri og er ekki æskilegt fyrir yngri börn.
Dagskrá
Hægt er að nálgast hlaupagögn í Jarðböðunum á keppnisdegi milli kl 8.30 og 10, nánari leiðbeiningar á staðnum.
42 km - Hefst kl 10:00
21 km - Hefst kl 12:00
10 km - Hefst kl 13:00
Tímatöku lýkur kl. 16:00
Athugið að tímamörk í heilmaraþonhlaupinu eru 6 klukkustundir.
Lokað verður fyrir netskráningu föstudaginn 29. maí. Hægt verður að skrá sig á staðnum 30. maí.
Drykkjarstöðvar
Drykkjarstöðvar verða á 5 km millibili - Samtals 8 stöðvar fyrir 42 km hlaupara.
Úrslit
Tímatöku í Mývatnsmaraþoni lýkur 6 klukkustundum eftir að fyrsta vegalengd er ræst. Þeir sem koma í mark eftir það fá ekki skráðan tíma.
Tímatöku og brautarvörslu lýkur kl 16.00
Úrslit verða birt í rauntíma auk þess sem tímar verða sendir í sms-i til hlaupara. Úrslit fyrir verðlaunasæti eru staðfest við verðlaunaafhendingu en að öðru leyti telst birting úrslita á timataka.net sem lögleg birting á úrslitum.
Hamborgarar og svalandi drykkir bíða keppenda í marki ásamt miða í Jarðböðin
Verðlaun
Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu 3 sæti í karla og kvennaflokki í öllum vegalengdum.
Verðskrá:
Forskráning til 1. mars:
10 km - 8.900 isk
21 km - 11.900 isk
42 km - 13.900 isk
2. mars - 30. maí:
10 km - 9.900 isk
21 km - 12.900 isk
42 km - 14.900 isk
Hægt verður að skrá sig á staðnum 30. maí, verðið þá er:
10 km - 11.900 isk
21 km - 14.900 isk
42 km - 16.900 isk
Allar upplýsingar um hlaupið er að finna inn á vefsíðu þess
myvatnmarathon.com