Mývatns- og Laxárhringurinn 2022

Íslenska English

Keppnishaldari

Mývatnsstofa ehf
Kt. 710507-3170
Hlíðavegur 6
660 Mývatn
Hrafnhildur Ýr
Símanr.: +354 454 7105
info@visitmyvatn.is

Skráðir þátttakendur
Mývatns- og Laxárhringurinn 28. maí 2022

Mývatnshringurinn - 42.2 KM
Undirtektirnar í fyrra fóru fram úr björtustu vonum enda var uppselt í Mývatnshringinn!

Mývatnshringurinn 2022 verður með svipuðu fyrirkomulagi og í fyrra. Ræsing frá Jarðböðunum við Mývatn 28. Maí kl. 9:45! Hjólað er í hring umhverfis Mývatn og endað í Jarðböðunum aftur. Gert er ráð fyrir því að keppni ljúki kl.13:00.

Sjá kort af brautinni

Mývatnshringurinn er fyrsta hjólreiðakeppnin við Mývatn! Leiðin er 42,2 km og malbikuð. Keppt er í almennings flokki og keppnin hentar öllum áhugasömum um götuhjólreiðar. Við hvetjum keppnisfólk jafnt sem fjölskyldur og vinahópa til að hjóla saman þessa stórbrotnu leið. Rafmagnshjól eru leyfð en skráður tími þeirra telst ekki með til úrslita.

Mývatnshringurinn er hugsaður sem hjólreiðakeppni fyrir alla í stórbrotnu og þægilegu umhverfi. Allir þátttakendur fá skráðan tíma. Innifalið í skráningu er bjór og grill við endamarkið og aðgangur í Jarðböðin við Mývatn!

Vegalengd: 42.2 km.
Ræsing: 09:45
Skráningargjald: 8.500,- kr

Laxárhringurinn - 97 KM
Laxárhringurinn hefst við Jarðböðin og hjólað áleiðis að Skútustöðum eins og Mývatnshringurinn. Hjólað er yfir Mývatnsheiðina niður að Laugum og út Reykjadalinn. Þar er beygt í átt að Grenjaðarstað, að Laxárvirkjun og þaðan upp á Kísilveginn. Kísilvegurinn er hjólaður alla leið að Mývatni og upp að jarðböðum, alls 97 km!

Leiðin liggur upp á við seinni hluta leiðarinnar og er krefjandi.
Sjá kort af brautinni

Laxárhringurinn er hugsaður fyrir þá sem eru lengra komnir og þurfa meiri ögrun!
Allir þátttakendur fá skráðan tíma. Innifalið í skráningu er bjór og grill við endamarkið og aðgangur í Jarðböðin við Mývatn!

Vegalengd: 97 km.
Ræsing: 09:45
Skráningargjald: 11.500,- kr

Allar nánari upplýsingar á www.myvatnmarathon.com

Upplýsingar um keppanda


Keppnisgreinar

28.05.2022